Kerry þarf að herða róðurinn 3. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildarþingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágætlega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjósenda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kannanir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosningabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósamkvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. "Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni," sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: "Forsetinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistökin eru verri?" Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosningabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafnframt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýðræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósendur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringarkrafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverkunum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og forsetinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upphafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að "vinna friðinn". Atburðarásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími friðar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Bandaríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúman mánuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildarþingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágætlega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjósenda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kannanir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosningabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósamkvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. "Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni," sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: "Forsetinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistökin eru verri?" Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosningabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafnframt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýðræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósendur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringarkrafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverkunum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og forsetinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upphafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að "vinna friðinn". Atburðarásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími friðar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Bandaríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúman mánuð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun