Viðskipti innlent

Al­gjör ó­vissa um stöðu trygginga­taka: „Við höfum haft á­hyggjur af þessu fé­lagi lengi“

Seðlabankastjóri segir að fjármálaeftirlit bankans hafi lengi haft áhyggjur af starfsemi slóvakíska tryggingafélagsins Novis. Slóvakíski seðlabankinn hefur afturkallað leyfi félagsins og farið fram á að því verði skipaður skiptastjóri. Stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem hefur selt vörur Novis hér á landi, segir félagið geta staðið við skuldbindingar sínar og hvetur viðskiptavini til að halda að sér höndum.

Viðskipti innlent

Helgi Andri segir upp og biður konunnar

Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“

Viðskipti innlent

Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV

Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni.

Viðskipti innlent

Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík

Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana.

Viðskipti innlent

Dreifingardeila heim í hérað vegna skorts á sérfræðingi

Hæstiréttur hefur ómerkt dóma í héraði og Landsrétti yfir Símanum fyrir brot gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Hæstiréttur telur að meðferð málsins hafi farið úr skorðum í héraði með því að kalla ekki til sérfróðan matsmann um fjölmiðlaumhverfi.

Viðskipti innlent