Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:32 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann vonast til þess að fjárlög hans verði samþykkt 18-.19. nóvember næstkomandi með aðhaldi. það muni auka líkur á stýrivaxtalækkun. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur hjöðnun verbólgu, umfram það sem Seðlabankinn spáði í ágúst, auka líkur á því að bankinn lækki vexti við ákvörðun í nóvember. Hjöðnunin var drifin áfram af minni hækkun húsnæðis og segir ráðuneytið segir að spenna á húsnæðismarkaði virðist loks fara minnkandi. Í morgun var greint frá því að verðbólga hefði hjaðnað um 0,3 prósentustig og mælist nú 5,1 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði, svipað og vísitala neysluverðs án húsnæðis sem hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hraðari hjöðnun verðbólgu hafi stutt við þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka vexti í október, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta og eru nú 9 prósent. „Næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 20. nóvember næstkomandi. Það að verðbólga minnki nú áfram, og sé umtalsvert lægri en Seðlabankinn spáði í ágúst að hún yrði að meðaltali á 4. ársfjórðungi (5,8%), eykur líkurnar á því að vextir verði aftur lækkaðir í nóvember.“ Á móti vegi óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála. „Verði fjárlög afgreidd með því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi áður en peningastefnunefnd kemur saman 18.-19. nóvember er sú óvissa minni.“ Tekið er fram að húsnæðisliðurinn hafi vegið þyngst til lækkunar á árstakti verðbólgu. „Húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,19% á milli mánaða; reiknuð húsaleiga hefur ekki hækkað minna í um eitt ár. Spenna á húsnæðismarkaði virðist hafa minnkað undanfarið eftir því sem áhrif vegna Grindavíkur fjara út og uppsöfnuð áhrif vaxtahækkana og almennrar kólnunar hagkerfisins bíta í meiri mæli.“ „Enn er mikið framboð íbúða til sölu og fjöldi nýbyggðra íbúða er svipaður það sem af er ári eins og í fyrra á sama tíma og dregið hefur úr aðflutningi fólks til landsins. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð, að vísu í kjölfar mikilla hækkana á fyrri helmingi ársins. Áhrifa þess í húsnæðislið VNV gætir með töf.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í morgun var greint frá því að verðbólga hefði hjaðnað um 0,3 prósentustig og mælist nú 5,1 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði, svipað og vísitala neysluverðs án húsnæðis sem hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hraðari hjöðnun verðbólgu hafi stutt við þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka vexti í október, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta og eru nú 9 prósent. „Næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 20. nóvember næstkomandi. Það að verðbólga minnki nú áfram, og sé umtalsvert lægri en Seðlabankinn spáði í ágúst að hún yrði að meðaltali á 4. ársfjórðungi (5,8%), eykur líkurnar á því að vextir verði aftur lækkaðir í nóvember.“ Á móti vegi óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála. „Verði fjárlög afgreidd með því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi áður en peningastefnunefnd kemur saman 18.-19. nóvember er sú óvissa minni.“ Tekið er fram að húsnæðisliðurinn hafi vegið þyngst til lækkunar á árstakti verðbólgu. „Húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,19% á milli mánaða; reiknuð húsaleiga hefur ekki hækkað minna í um eitt ár. Spenna á húsnæðismarkaði virðist hafa minnkað undanfarið eftir því sem áhrif vegna Grindavíkur fjara út og uppsöfnuð áhrif vaxtahækkana og almennrar kólnunar hagkerfisins bíta í meiri mæli.“ „Enn er mikið framboð íbúða til sölu og fjöldi nýbyggðra íbúða er svipaður það sem af er ári eins og í fyrra á sama tíma og dregið hefur úr aðflutningi fólks til landsins. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð, að vísu í kjölfar mikilla hækkana á fyrri helmingi ársins. Áhrifa þess í húsnæðislið VNV gætir með töf.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira