Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 18:24 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sagði að ýmis mál og atvik hefðu spilað inn í ákvörðun Samkaupa um að slíta viðræðunum. aðsend Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Þar segir að aðilar hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Stjórn og starfsfólk Samkaupa hafi tekið þátt viðræðunum og lagt í þær bæði vinnu og fjármagn. „Á síðustu vikum hafa hins vegar komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í dag,“ segir einnig í tilkynningunni. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA Fréttastofa hafði samband við Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóra Samkaupa, til að spyrja út í viðræðuslitin og þessi mál sem ýjað er að í tilkynningunni. Hvaða atvik og upplýsingar er verið að vísa í þarna? „Það er í raun og veru kannski erfitt að tjá sig um það í smáatriðum af því viðsemjandinn er skráður á markað. Það hefur opinberlega komið í ljós eitt mál sem hefur valdið okkur áhyggjum, yfirstandandi samkeppnisrannsókn sem ESA er í núna, og fleiri mál sem er erfitt að tjá sig um sem ollu því að menn mátu að það væri betra að slíta þessu en halda áfram,“ sagði Gunnar Egill í samtali við fréttastofu. Gunnar segir að búið sé að vinna að viðræðunum síðan í janúar og því mikill tími farið í þær. „Fyrir mitt leyti eru þetta vonbrigði að menn hafi ekki náð að klára þennan samruna en svosem áfram gakk okkar megin,“ sagði hann. Þetta hefði orðið ansi stór samruni. „Ef af hefði orðið hefðu Samkaup verið með 75 milljarða veltu og komin með starfsemi á dagvöru-, orku-, apóteka- og veitingamarkaði. Og það er vegferð sem við höfum verið í og þessi félög passa öll vel saman en að þessu sinni náði ekki að ljúka því farsællega,“ sagði Gunnar. Kaup og sala fyrirtækja Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Þar segir að aðilar hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Stjórn og starfsfólk Samkaupa hafi tekið þátt viðræðunum og lagt í þær bæði vinnu og fjármagn. „Á síðustu vikum hafa hins vegar komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í dag,“ segir einnig í tilkynningunni. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA Fréttastofa hafði samband við Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóra Samkaupa, til að spyrja út í viðræðuslitin og þessi mál sem ýjað er að í tilkynningunni. Hvaða atvik og upplýsingar er verið að vísa í þarna? „Það er í raun og veru kannski erfitt að tjá sig um það í smáatriðum af því viðsemjandinn er skráður á markað. Það hefur opinberlega komið í ljós eitt mál sem hefur valdið okkur áhyggjum, yfirstandandi samkeppnisrannsókn sem ESA er í núna, og fleiri mál sem er erfitt að tjá sig um sem ollu því að menn mátu að það væri betra að slíta þessu en halda áfram,“ sagði Gunnar Egill í samtali við fréttastofu. Gunnar segir að búið sé að vinna að viðræðunum síðan í janúar og því mikill tími farið í þær. „Fyrir mitt leyti eru þetta vonbrigði að menn hafi ekki náð að klára þennan samruna en svosem áfram gakk okkar megin,“ sagði hann. Þetta hefði orðið ansi stór samruni. „Ef af hefði orðið hefðu Samkaup verið með 75 milljarða veltu og komin með starfsemi á dagvöru-, orku-, apóteka- og veitingamarkaði. Og það er vegferð sem við höfum verið í og þessi félög passa öll vel saman en að þessu sinni náði ekki að ljúka því farsællega,“ sagði Gunnar.
Kaup og sala fyrirtækja Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Sjá meira