Viðskipti erlent

Yahoo! fær andlitslyftingu

Leitarsíðan Yahoo! ætlar að breyta merkinu sínu sem hefur verið óbreytt í bráðum tvo áratugi. Yahoo! ætlar að koma með nýtt merki á hverjum degi í 30 daga en 4. september næstkomandi mun eitt þessara 30 merkja verða valið til þess að verða nýtt merki leitarsíðunnar.

Viðskipti erlent

Ósáttur við Jane Austen

Lögreglan í Bretlandi handtók í gær 21 árs gamlan mann vegna færslna á Twitter þar sem hann lýsti yfir andúð sinni á því að andlit Jane Austen verði prentað á peningaseðla þar í landi.

Viðskipti erlent

Bara fjórðungur íbúa ESB með 4G-aðgang

Ný úttekt leiðir í ljós að einungis fjórðungur íbúa ESB-ríkja hefur aðgang að 4G-háhraðatengingu og nær enginn í dreifbýli. Varaforseti framkvæmdastjórnar ESB varar við því að aukin netumferð gæti reynst núverandi kerfi ofviða að óbreyttu.

Viðskipti erlent

Lygilegt rán í Cannes

Maður vopnaður byssu ruddist inn á Carlton hótelið í Cannes í morgun og hafði á brott með sér gimsteina að verðmæti 40 milljóna evra, 6,4 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Krefjast bóta vegna þrælahalds

Fjórtán ríki í og við Karíbahaf hafa hafið ferli til þess að sækja í sameiningu skaðabætur til þriggja fyrrum nýlenduvelda vegna áhrifa sem þau segja enn gæta vegna þrælasölu og þjóðarmorða á sínum tíma.

Viðskipti erlent

Stærstir í vindmyllugeiranum

Danska orkufyrirtækið DONG og þýska fyrirtækið Siemsen eru í forystu í vindmyllubransanum í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu frá "The European Wind Energy Association" (EWEA).

Viðskipti erlent

Apple sektað

Tæknifyrirtækið Apple hefur verið dæmt til að greiða sekt vegna markaðssamráðs. Fyrirtækið á að hafa haft samráð við bókaútgefendur um verðlagningu á rafbókum.

Viðskipti erlent