Viðskipti erlent

Japanskt hvalveiðiskip fær Halal-vottun

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Eftirlitsmenn skoðuðu skipið og gáfu því Halal-vottunina í nóvember.
Eftirlitsmenn skoðuðu skipið og gáfu því Halal-vottunina í nóvember. vísir/ICR
Aðalskip japanska hvalveiðiflotans, Nisshin Maru, hefur fengið vottun til Halal-slátrunar.

Samkvæmt trúarsiðum strangtrúaðra múslima má ekki aflífa sláturdýr áður en þau eru skorin á háls eða stungin til að láta þeim blæða út.

Skipið fékk vottunina í fyrra og greindi vefur Sunday Times frá málinu í síðustu viku. Eftirlitsmenn skoðuðu skipið og gáfu því Halal-vottunina í nóvember. Eftirlitsmennirnir lögðu meðal annars til að skipverjar skiptu um sótthreinsivökva við handþvott yfir í vökva sem innihéldi ekki alkóhól.

Ákvörðunin um Halal-vottunina var tekin til að fjölga valkostum múslima í Japan. „Ef hvalkjöt, sem fellur til við hvalveiðar í vísindaskyni, getur verið próteingjafi múslima í Japan tel ég að það sé jákvætt,“ segir talsmaður skipafyrirtækisins.

Samkvæmt tölum frá samtökum múslima í Japan eru um 100 þúsund múslimar þar í landi, eða um 0,08 prósent þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×