Viðskipti erlent

Apple endurgreiðir foreldrum 3,7 milljarða

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Apple hefur komist að samkomulagi við bandaríska samkeppniseftirlitið og fallist á að endurgreiða viðskiptavinum sínum 32,5 milljónir dala, eða sem svarar til um 3,7 milljörðum króna, vegna smáforritakaupa í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur. Edith Ramirez, stjórnarformaður bandaríska samkeppniseftirlitsins, greindi frá þessu á fréttamannafundi í Washington í kvöld.

Fjölmörg mál hafa komið upp vestanhafs þar sem börn hafa keypt smáforrit í símum foreldra sinna í leyfisleysi. Hingað til hefur það dugað að slá inn lykilorð á vefverslun Apple og í fimmtán mínútur er hægt að hala niður ótakmörkuðu magni smáforrita, sem mörg hver kosta allt að 100 dali.

Framvegis verður Apple að ganga úr skugga um að viðskiptavinir hafi gefið samþykki fyrir því sem verið er að kaupa. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þeir hafi fremur viljað fara þessa leið og fallast á endurgreiðslu í stað þess að fara með málið fyrir dómstóla. 

Nánar á vef USA today






Fleiri fréttir

Sjá meira


×