Viðskipti erlent

Jarðarbúar keyptu rúmlega milljarð snjallsíma í fyrra

Vísir/AFP
Snjallsímar seldust sem aldrei fyrr á síðasta ári en rúmur milljarður slíkra gripa var seldur árið 2013. Þetta er í fyrsta sinn sem snjallsímasala heimsins fer yfir milljarðinn og nam aukningin á milli ára tæpum 35 prósentustigum.

Stærsti framleiðandinn er Samsung frá Suður Kóreu, þar á eftir koma Apple símar og kínverski framleiðandinn Huawei er í þriðja sæti. Allt í allt seldust einn komma átta milljarðar af farsímum í heinum öllum í fyrra þannig að snjallsímar eru nú komnir með vel rúmlega helmings markaðshlutdeild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×