Viðskipti erlent

Stjórnarformenn Porsche og Volkswagen kærðir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vogunarsjóðirnir krefjast 1,8 milljarða evra í bætur eftir að hætt var við kaup Porsche á Volkswagen árið 2008.
Vogunarsjóðirnir krefjast 1,8 milljarða evra í bætur eftir að hætt var við kaup Porsche á Volkswagen árið 2008. vísir/getty
Sjö vogunarsjóðir hafa höfðað mál gegn Wolfang Porshe, stjórnarformanni bílaframleiðandans Porsche, og Ferdinand Piech, stjórnarformanni Volkswagen.

Sjóðirnir krefjast 1,8 milljarða evra, sem jafngildir 280 milljörðum króna, í bætur eftir að hætt var við kaup Porsche á Volkswagen árið 2008. Viðskiptablaðið greinir frá.

Stjórn Porsche tilkynnti árið 2008 að fyrirtækið réði yfir 74,1 prósentum hlutafjár í Volkswagen í gegnum kauprétti og samninga. Til stæði að ná 75 prósentum hlutafjár og taka fyrirtækið yfir.

Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar sönkuðu fjárfestar að sér hlutabréfum í Volksvagen og hækkaði gengi þeirra mikið í kjölfarið. Kaupin gengu hins vegar ekki eftir á sínum tíma en um ári síðar opinberuðu stjórnir fyrirtækjanna samrunaáætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×