Viðskipti erlent

Olíusjóðurinn kastar út þremur fyrirtækjum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Vinnslupallurinn Heiðrún í eigu Statoil, ein af mörgum undirstöðum norska olíusjóðsins.
Vinnslupallurinn Heiðrún í eigu Statoil, ein af mörgum undirstöðum norska olíusjóðsins. Mynd/Harald Pettersen, Statoil.
Norska fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að útiloka þrjú fyrirtæki frá norska olíusjóðnum, meðal annars vegna mannréttindabrota. Ráðuneytið fylgir þar ráðum siðanefndar sem lagði til að eftirlaunasjóður ríkisins, best þekktur sem olíusjóðurinn, hætti fjárfestingum í fyrirtækjunum Sesa Sterlite, Africa Israel Investments og Danya Cebus.

Sesa Sterlite, sem er með starfsemi á Indlandi, er kastað út vegna óásættanlegrar hættu á umhverfisspjöllum og vegna grófra mannréttindabrota. Africa Israel Investments og Dania Cebus er hent út fyrir að tengjast alvarlegum brotum á réttindum einstaklinga með þátttöku í byggingarframkvæmdum í Austur-Jerúsalem. Tvö síðastnefndu fyrirtækin voru einnig útilokuð á árunum 2010 til 2013 á grundvelli samsvarandi mannréttindabrota, að því er fram kemur í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytis Noregs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×