Viðskipti erlent

Pundið í plast

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
gettyimages
Seðlabanki Bretlands hefur gefið það út að gjaldmiðill þeirra, pundið, muni fljótlega taka stakkaskiptum. Pundið verði ekki lengur úr pappír heldur verði það úr plasti. 5 punda seðillinn verður fyrstur til að ganga í gegnum þessar breytingar, en Winston Churchill mun prýða þann seðil. Áætlað er að seðillinn verði gefinn út árið 2016 og mun 10 punda seðillinn fylgja fast á eftir en Jane Austin mun fá að prýða hann.

Nýju seðlarnir verða búnir til úr þunnri, gegnsærri filmu sem búin er til úr efninu pólýprópýlen. Plastseðlarnir eru taldir mun endingarbetri en pappírsseðlarnir og einnig töluvert minni.

Fjölmörg lönd í heiminum nota gjaldmiðil úr plasti og meðal þessara landa eru Ástralía, Nýja Sjáland, Rúmenía, Víetnam og Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×