Sport

Um­fjöllun og við­töl: Þór Þorl.- Stjarnan 98-92 | Þór með frá­bæra endur­komu gegn Stjörnunni sem skilaði sigri

Þór Þorlákshöfn innbyrti sigur á móti Stjörnunni, 98-92, í lokaleik þrettándu umferð Subway deildar karla í körfubolta þegar liðin leiddu saman hesta sína í Iceland Glacier-höllina í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn höfðu haft betur í sjö síðustu deildarleikjum sínum á móti Stjörnumönnum og héldu hreðjartaki sínu á Garðbæingnum áfram.

Körfubolti

Maður sér aldrei handboltadómara með virki­lega gott hár

Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin, lokatölur 27-27.

Handbolti

„Náðum aldrei góðum takti“

Viktor Gísli átti frábæran fyrri hálfleik í marki Íslands og hélt liðinu á lífi meðan mörkin létu á sér standa. Í seinni hálfleik minnkaði markvarslan, sem skrifast að mörgu leyti á slakan varnarleik, og allt stefndi í tap gegn Serbíu. 

Handbolti

„Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik“

Ísland gerði eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu gegn Serbíu. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. 

Handbolti

„Mótið er alls ekki búið“

„Veit ekki, frekar skrítinn leikur. Erum að klikka á algjörum grunnatriðum og förum illa með yfirtöluna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik EM karla í handbolta.

Handbolti

Matić hættur að mæta á æfingar

Nemanja Matic hefur ekki látið sjá sig á æfingum hjá Stade Rennais undanfarna daga. Ósætti leikmannsins vegna brotinna loforða félagsins eru talin ástæðan, félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og fundað verður um framtíð hans á næstu dögum. Lyon er talinn líklegasti áfangastaður ef hann færir sig um set. 

Fótbolti

Endurkölluðu Fofana til að lána hann aftur út

Chelsea endurkallaði framherjann David Fofana úr láni frá Union Berlin. Óvíst er þó hvort hann muni spila með liðinu á leiktíðinni, Frakkinn er sagður vera að ganga frá öðrum lánssamningi við Burnley, lið Jóhanns Berg Guðmundssonar í ensku úrvalsdeildinni. 

Enski boltinn