Sport

Endurkölluðu Fofana til að lána hann aftur út

Chelsea endurkallaði framherjann David Fofana úr láni frá Union Berlin. Óvíst er þó hvort hann muni spila með liðinu á leiktíðinni, Frakkinn er sagður vera að ganga frá öðrum lánssamningi við Burnley, lið Jóhanns Berg Guðmundssonar í ensku úrvalsdeildinni. 

Enski boltinn

Utan vallar: Tími til að láta verkin tala

Það er janúar. Handboltamánuðurinn mikli þar sem gjörsamlega allt snýst um strákana okkar. Sama hvernig gengur. Allir elska að tala um liðið og allir hafa skoðanir. Strákarnir okkar sameina þjóðina betur en flest annað.

Handbolti

Snorra fannst ekkert fyndið við aug­lýsinguna

Snorra Steini Guðjónssyni fannst ekki mikið koma til dönsku auglýsingarinnar þar sem grín var gert að íslenska liðinu og það sagt sækjast í silfur. Snorri svaraði kaldhæðnislega í viðtali við sjónvarpsstöðina og sagðist ekki sjá húmorinn. 

Handbolti

„Al­gjör draumasending frá Dan­mörku“

Sarah Sofie Mortensen spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta í vikunni og sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru hrifnir af frammistöðu þeirrar dönsku í frumrauninni.

Körfubolti

„Held að ég sé góður í þessu“

Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að undirbúa leikmenn sína eins og best hann getur fyrir leikinn við Serbíu í dag, sinn fyrsta leik sem þjálfari á stórmóti í handbolta. Hann forðast þó að drekkja mönnum í upplýsingum.

Handbolti

Leik­menn misstu með­vitund í flug­vélinni

Litlu munaði að illa færi þegar gambíska landsliðið var á leiðinni á Afríkumótið í knattspyrnu í gær. Eftir aðeins nokkrar mínútna flugferð var ljóst að eitthvað mikið var að og leikmenn liðsins í lífshættu. Flugvélinni var snúið til baka og lenti hún eftir aðeins tíu mínútna martraðarflug.

Fótbolti

„Það er ekki ó­heiðar­legt að tala við vini sína“

Haukar heimsóttu toppbaráttulið Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þegar 14.umferð Subway deilda karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Haukar freistuðu þess að komast á sigurbraut og reyna rífa sig aðeins frá botnbaráttunni. Byrjuðu þeir leikinn vel og sýndu viðbrögð sem Maté Dalmay þjálfari Hauka vonaðist til að sjá fyrir leik.

Körfubolti