Fótbolti

Fótboltaheimurinn syrgir fallna fé­laga

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bræðurnir André og Diogo Jota eru látnir.
Bræðurnir André og Diogo Jota eru látnir. BBC

Portúgölsku knattspyrnumennirnir Diogo og André Jota létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur.

Hinn 28 ára gamli Diogo Jota var á ferð með bróður sínum André á Lamborghini bifreið á þjóðvegi í Zamora héraðinu á Spáni um hálf eitt í nótt.

Fólk hefur safnast saman fyrir utan Anfield leikvanginn í Liverpool. Peter Byrne/PA Images via Getty Images
Flaggað í hálfa fyrir utan AnfieldPeter Byrne/PA Images via Getty Images

Dekk sprakk á bílnum við framúrakstur, bíllinn endaði utan vegar og varð alelda. Lögregla, sjúkra- og slökkvilið mættu á svæðið gátu ekki komið í veg fyrir að bræðurnir létust á staðnum.

Tárin falla. Peter Byrne/PA Images via Getty Images
Blómakransar og kveðjukort lögð við götur Anfield Road. Peter Byrne/PA Images via Getty Images
Krans lagður við tilbúið leiði. Jess Hornby/Getty Images

Andlát þeirra er mikið áfall, hryllilegt slys sem hefur hreyft við knattspyrnu- og íþróttaheiminum öllum. 

„Svo stutt síðan“

Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgal og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, sendir Jota fjölskyldunni sínar dýpstu samúðarkveðjur og minnist Diogos sérstaklega.

„Svo stutt síðan við vorum við að spila saman í Þjóðadeildinni. Rétt áðan varstu að gifta þig... Við munum öll sakna þín“ segir Ronaldo á Instagram.

„Engin orð geta huggað“

Darwin Nunez sendi samúðarkveðjur á Instagram þar sem hann segir engin orð geta huggað hann í svo miklum sársauka.

„Ótímabær og sár missir“

Portúgalski landsliðsmaðurinn Pepe syrgir samstarfsfélaga, vin og fótboltamann mikinn.

„Í miklu sjokki og af djúpri sorg“

Bræðurnir spiluðu saman sem ungir menn hjá Porto í Portúgal. Félagið gaf frá sér yfirlýsingu þar sem samúðarkveðjur eru sendar „í miklu sjokki og af djúpri sorg.“

„Dáður af stuðningsmönnum og elskaður af liðsfélögum“

Diogo Jota lék með Wolverhampton Wanderers áður en hann fór til Liverpool. Félagið segir minningarnar sem hann skapaði eiga eftir að lifa að eilífu.

„Ó­lýsan­legur missir“

Liverpool birti yfirlýsingu í stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem lýst er yfir mikilli sorg vegna andláts bræðranna. Félagið biður um að friðhelgi fjölskyldu þeirra verði virt. Liverpool sýnir fjölskyldunni fullan stuðning.

„Öll portúgölsk knattspyrna gjörsamlega miður sín“

Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun.

„Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni,“ segir í yfirlýsingunni.

Allir í áfalli

Fjölmargar fleiri orðsendingar hafa borist Jota fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Ómöguleiki er að safna þeim öllum saman, en sameiginlegan þráð má finna hjá flestum um hryllilegt slys sem leiddi til ótímabærs andláts og skilur fjölskyldu eftir í mikilli sorg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×