Sport

Mark Kristínar dugði skammt gegn AGF

Kristín Dís Árnadóttir skoraði eina mark Bröndby í 2-1 tapi gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var utan hóps hjá Bröndby í dag.

Fótbolti

Meiðsli herja á landsliðskonur

Áfram herja meiðsli á sóknarmenn íslenska landsliðsins og setja svip sinn á þýsku úrvalsdeildina í fótbolta. Sveindís Jane Jónsdóttir verður ekki með Wolfsburg næstu misserin og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayer Leverkusen, fór meidd af velli í dag. 

Fótbolti

Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“

Betur fór en á horfðist þegar að bif­reið, sem flutti nokkra leik­menn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísa­fjarðar eftir leik gegn Fram um síðast­liðna helgi. Flytja þurfti einn leik­mann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkra­hús en hann var skömmu síðar út­skrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel.

Íslenski boltinn

Tókst loks eftir fimm ár að bæta eigið met

Anton Sveinn McKee virðist á hárréttri leið í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París í sumar því hann sló fimm ára gamalt Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi, þegar hann varð Íslandsmeistari í gær.

Sport

Þrír á toppnum eftir dag tvö

Þrír bandarískir kylfingar deila toppsætinu á Masters mótinu eftir dag tvö þegar þetta er skrifað. Bryson DeChambeau, Max Homa og Scottie Scheffler eru allir jafnir í 1. sæti á sex höggum undir pari, en Scheffler er að ljúka sínum hring á 16. holu.

Golf

Metið innan seilingar hjá Tiger Woods

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Tiger Woods skrifi nafn sitt í sögubækur Masters mótaraðarinnar í kvöld og komist í gegnum niðurskurð á 24. mótinu í röð. 

Golf

Upp­gjörið: Haukar - Stjarnan 36-23 | Yfir­burða­sigur Hauka

Haukar völtuðu yfir Stjörnuna í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn endaði 36-23 fyrir Haukum og var hann einstefna Hafnfirðinga frá upphafi til enda. Þetta var fyrsti leikur liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildarinnar og leiða Haukakonur einvígið 1-0.

Handbolti