Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2025 09:30 KR-ingar eru glaðbeittir enda loksins komnir heim. Vísir/Ívar Eftir langa bið og þónokkra heimaleiki að heiman snúa KR-ingar aftur á Meistaravelli er þeir mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla á morgun. Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki