Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2025 09:30 KR-ingar eru glaðbeittir enda loksins komnir heim. Vísir/Ívar Eftir langa bið og þónokkra heimaleiki að heiman snúa KR-ingar aftur á Meistaravelli er þeir mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla á morgun. Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti