Fótbolti

Hall­dór Árna­son: „3-3 hefði verið nærri lagi“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Halldór Árnason á hliðarlínunni í leik kvöldsins.
Halldór Árnason á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego

Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, var nokkuð sáttur í leikslok þrátt fyrir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn KR í kvöld.

„Ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit en 3-3 hefði eflaust verið nærri lagi. Mér fannst síðustu 10 mínúturnar við vera að ná að koma okkur í góðar stöður vinstra megin, sérstaklega til þess að ná að klára þetta.“

Breiðablik spilaði á þriðjudaginn síðastliðinn við Lech Poznan í Póllandi og misstu Viktor Örn Margeirsson útaf með rautt spjald á 32. mínútu og spiluðu þar af leiðandi einum manni færri í 70 mínútur en leikurinn endaði með stóru tapi Blika 7-1.

„Ég var ánægður með orkuna í liðinu, við erum nýlentir frá Póllandi þar sem við spiluðum 70 mínútur manni færri, en ég er ánægður með að við náðum að klára leikinn.

Það er auðvitað alltaf sárt þegar við vinnum ekki en við vorum að spila á móti góðu liði, þetta KR lið er ofboðslega öflugt og þetta var taktískur og opinn leikur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×