Skoðun

Ahimsa: Sið­ferði kjöts og inn­flytj­enda­mála

Rajan Parrikar skrifar

Manneskjan erfir þær hefðir sem hún fæðist inn í. Hvort sem þær birtast í trúarbrögðum, matarvenjum eða félagslegum siðum, þá virðast þessar arfleifðir oft eðlilegar og sjálfsagðar, og flestir fylgja þeim eftir án mikillar yfirvegunar.

Skoðun

Stig­mögnun of­beldis í nánum sam­böndum

Kristín Snorradóttir skrifar

Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir.

Skoðun

Brott­vísanir frá sjónar­horni ís­lensku­kennara

Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar

Haustið 2022 byrjaði ég að kenna íslensku sem annað mál í framhaldsskóla í Reykjavík eftir að hafa kennt almenna íslensku í þrjú ár. Ég stökk í þessa kennslu blaut á bak við eyrun og þurfti heldur betur að læra nýja nálgun á kennslu, læra að vera kennari í öðru máli en móðurmáli.

Skoðun

Hvernig tryggjum við raforkuöryggi al­mennings til fram­tíðar?

Dagur Helgason skrifar

Raforkuöryggi hefur verið heitt umræðuefni undanfarin ár. Þegar orkuskipti eru í fullum gangi og eftirspurn vex dag frá degi, stöndum við frammi fyrir lykilspurningu: Hvernig tryggjum við að almenningur njóti stöðugs raforkuframboðs, jafnvel þegar þrengir að?

Skoðun

Erindis­leysa Kennara­sam­bandsins

Ólafur Hauksson skrifar

Tilgangslausu fimm vikna verkfalli Kennarasambandsins var frestað daginn fyrir kosningar. Sú frétt var fljót að drukkna undan stjórnmálaþrefinu. Forysta kennara gat því læðst á brott án þess að standa fyrir máli sínu.

Skoðun

Ó­venju­leg hálka

Sara Oskarsson skrifar

Kæru borgarbúar, Veðurstofan spáir því að á næstu árum gætu röð veðurfræðilegra atvika vel átt sér stað hér á Íslandi. Afleiðingarnar kunna að vera stórskrítinn snjór, furðuleg rigning, nú eða óvenjuleg hálka.

Skoðun

Það eru margar leiðir til að lækka vexti

Ólafur Margeirsson skrifar

Bankastjóri Arion banka, Benedikt Gíslason, skrifaði nýlega áhugaverða grein um vaxtastigið Íslandi og hugsanlega leið til þess að lækka það. Grundvallarniðurstaða Benedikts er að lög, reglur og reglugerðir geta og hafa áhrif á vaxtastig.

Skoðun

Krísan sem heimurinn hundsar: kyn­bundið of­beldi í á­tökum

Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson skrifa

Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni.

Skoðun

Köld eru kvenna­ráð – eða hvað?

Halla Hrund Logadóttir skrifar

Orðatiltækið „Köld eru kvenna ráð“ kemur úr Njálu og þar er átt er við að ráðleggingum kvenna sé ekki alltaf treystandi. Þessi fornu orð hafa lengi fylgt umræðum um ráðvendni og hlutverk kvenna en nútímarannsóknir sýna að þátttaka þeirra í ákvörðunum styrkir oft útkomur með breiðari sýn, aukinni samvinnu og sjálfbærri nálgun.

Skoðun

Van­hæfi, vald­níðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben!

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Eftir að hafa búið erlendis í 27 ár, hef ég nú í 8 ár verið mikið hér og fylgzt með. Á þessum tíma hef ég fengið þá tilfinningu, að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktson, væri spilltasti og siðlausasti - ósvífnasti - stjórnmálamaður landsins.

Skoðun

Aðventustjórnin

Skúli Ólafsson skrifar

Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir.

Skoðun

ESB-andstæðingar á nálum

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum.

Skoðun

Hvernig líður fólkinu í landinu?

Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar

Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er.

Skoðun

Á­hrif Ís­lands á al­þjóða­vett­vangi (í bar­áttunni gegn kynb. of­beldi)

Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar

Á Íslandi og víðsvegar um heiminn hefur baráttufólk fyrir jafnrétti kynjanna unnið fjölda sigra. Það er í raun alveg magnað að hugsa til þess hversu mikið hefur breyst. Það birtist manni kannski best þegar gömul skrif eða myndbönd eru grafin upp og komast í umræðuna. Þess vegna er svo sláandi að heyra staðreyndir á borð við þá að tíundu hverja mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir.

Skoðun

Aðild Ís­lands þýðir orð við á­kvarðanir í Evrópu­sam­bandinu

Jón Frímann Jónsson skrifar

Það er eitt augljóst að ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Þá fær það ekki sæti að ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins. Það er mjög einfalt. Það er því fáránlegt að sjá andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi fullyrða að þó svo að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu, þá muni það ekki hafa nein áhrif. Slíkar fullyrðingar eru og hafa alltaf verið tóm lygi og ekki byggð á neinum raunveruleika.

Skoðun

Hvað viltu?

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Skoðun

Stór­hættu­legt for­dæmi að viður­kenna ekki úr­slit kosninga

Hjörtur Hjartarson skrifar

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins fengu fyrr í vikunni sent bréf frá stjórn Stjórnarskrárfélagsins þar sem þeim var óskað til hamingju með úrslit kosninganna og velfarnaðar við myndun ríkisstjórnar. Þó svo að stjórnarskrármálið hafi ekki verið efst á baugi í kosningabaráttunni, hlýtur að vekja vonir hjá íbúum landsins að málið er á stefnuskrá allra þessara þriggja flokka.

Skoðun

Hvaðan koma skoðanir okkar?

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga:

Skoðun

Er hægt að kaupa auka­kíóin í burtu?

Elísabet Reynisdóttir skrifar

Aðventan er tími gleði, tilhlökkunar og samveru og sá tími árs sem við gerum einna best við okkur í mat og drykk. Aðventan og ótal skemmtilegir viðburðir sem henni tengjast ná gjarnan að brjóta upp drungalegt skammdegið og gera langþráða bið eftir vorinu mun bærilegri.

Skoðun

Hug­leiðing um lista­manna­laun I

Þórhallur Guðmundsson skrifar

Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, fer með stjórnsýsluákvarðanir er varða listamannalaun á Íslandi. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003.

Skoðun

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones skrifa

Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd.

Skoðun

Hæstu raun­vextir síðan í hruninu

Stefán Ólafsson skrifar

Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans.

Skoðun

Náms­lán og ný ríkis­stjórn

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins?

Skoðun

Versta úti­hátíð í heimi

Kjartan Þór Ingason skrifar

Okkar vel kunni vetur konungur er snúinn aftur með öllu því sem honum fylgir, allt frá fallegum jólaseríum sem lýsa upp skammdegið yfir í óumbeðið skautasvell með tilheyrandi jafnvægisæfingum.

Skoðun