Skoðun

Sáttmáli við hin óbornu

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu.

Skoðun

Ó­geð­felldar á­rásir á starfs­menn Út­lendinga­stofnunar

Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar

Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki.

Skoðun

Hvað nú?

Harpa Þorsteinsdóttir skrifar

Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar.

Skoðun

Já, hvert ertu að fara Brynjar?

Daði Már Kristófersson skrifar

Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum.

Skoðun

Píratar til sigurs

Magnús D. Norðdahl skrifar

Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður.

Skoðun

Heimsmyndin mín

Arnar Sveinn Geirsson skrifar

Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum.

Skoðun

Ef KSÍ hefði haft að­gang að Of­beldis­eftir­litinu?

María Pétursdóttir og Margrét Pétursdóttir skrifa

Sú alvarleg staða sem nú er uppi og hefur verið til langs tíma í ofbeldismálum kallar á að farið verði úr teymis og nefndarvinnu í að setja á laggirnar stofnun með eftirlits og rannsóknarheimildum sem festar verði í lög svo fljótt sem verða má. Þann 13.maí lagði Sósíalistaflokkurinn fram tilboð til kjósenda um Ofbeldiseftirlit.

Skoðun

Lýð­ræði fyrir alla! Stefnum að aukinni kosninga­þátt­töku meðal nýrra ís­lenska ríkis­borgara

Tatjana Latinovic og Nichole Leigh Mosty skrifa

Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi.

Skoðun

Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar

Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi.

Skoðun

37 ára til­raun sem mis­tókst

Georg Eiður Arnarson skrifar

Langafi minn kom til Eyja í upphafi síðustu aldar og gerðist útgerðamaður. Þá var allt með öðrum brag en í dag og lífsbaráttan hörð en ef maður ber saman fiskveiðar fyrir 100 árum síðan og svo aftur fiskveiðar í dag og sömuleiðis kvótakerfið, þá var veiðifyrirkomulagið mjög einfalt í gamla daga þó aðbúnaður sjómanna hafi verið skelfilegur.

Skoðun

Þak yfir höfuðið

Valdís Ösp Árnadóttir skrifar

Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla.

Skoðun

Hetjurnar okkar

Brynhildur Björnsdóttir og Elva Hrönn Hjartardóttir skrifa

Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast „strákarnir okkar.“ .

Skoðun

Svona bætum við kjör barna­fólks

Jóhann Páll Jóhannsson og Dagbjört Hákonardóttir skrifa

Millitekjufjölskyldur fá umtalsverðan stuðning í formi barnabóta alls staðar á Norðurlöndunum nema á Íslandi.

Skoðun

Spennið beltin!

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óvertryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun.

Skoðun

Stærsta U-beygjan um helgina

Einar A. Brynjólfsson skrifar

Stjórnmálaflokkar landsins kynna nú hver af öðrum áherslur sínar fyrir næsta kjörtímabil. Fæst af þessum áherslumálum koma á óvart, a.m.k. þeim sem fylgjast vel með stjórnmálum, þó alltaf megi auðvitað búast við einhverju bitastæðu.

Skoðun

Staðan í barna­vernd enn þung á öðru ári Co­vid

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677.

Skoðun

Fjár­hags­legt sjálf­stæði eldri borgara

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði.

Skoðun

Brauðgerðarkenningin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna.

Skoðun

Bar kappið KSÍ ofur­liði?

Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað.

Skoðun

Efla þarf náms­tæki­færi full­orðinna

Hólmfríður Árnadóttir,Helga Tryggvadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa

Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins.

Skoðun

Við eigum ekki að þurfa eina bylgju enn

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum.

Skoðun

Hvort ætlar þú að standa með þolendum eða gerendum?

Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Ýmiss konar ofbeldi hefur verið fyrirferðarmikið í samfélagsumræðunni síðustu mánuði. Það er þó ein tegund ofbeldis sem ekki hefur fengið verðskuldaða athygli, að minnsta kosti ekki frá yfirvöldum og frambjóðendum til Alþingis, en það er vanræksla barna í skólakerfinu.

Skoðun

Fólkið fyrst, svo kerfið

Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár!

Skoðun

Mannréttindi fyrir dósir

Andrés Ingi Jónsson skrifar

„Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart.

Skoðun

Græn orkubylting í landi tækifæranna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar

Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja máli.

Skoðun

Heil­brigði og hús­næði um allt land

Drífa Snædal skrifar

Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar.

Skoðun