Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2023 10:31 Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Sorphirða Sorpa Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar