Hlustum á Gitu, Christine og Isabellu Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 5. júlí 2023 08:01 Heyra mátti andköf á ráðstefnu WEF í Davos þegar Gita Gopinath, fyrrum aðalhagfræðingur AGS, tók til máls. Ekki vegna þess að Gita sé umdeild eða njóti lítillar virðingar, heldur vegna þess að hún talaði um efnahagssamhengi sem hálfgerð bannhelgi hvílir á. Hún sagði raunhæft að laun geti nú hækkað í mörgum atvinnugreinum án þess að það leiði til aukinnar verðbólgu ef stöndug fyrirtæki slá af kröfum sínum um mikla arðsemi. Seðlabankastjóri Evrópu, Christine Lagarde, og hennar hagfræðingar eru á sama máli. Hafa þau í raun sagt frekari árangur í baráttu við verðbólguna að mörgu leyti vera á ábyrgð stöndugra fyrirtækja. Fyrirtækjum sem sögulega séð hafa verið afar arðbær undanfarið þrátt fyrir kostnaðarhækkanir. Þessari skoðun Gitu og Christine hafa tilteknir íslenskir hagfræðingar almennt verið ósammála. Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á sama máli „Hagnaðaraukning skýrir um helming af aukinni verðbólgu síðustu tvö ár. Fyrirtæki Evrópu munu þurfa að sætta sig við lægra hagnaðarhlutfall ef markmiðið er að ná verðbólgunni í 2% á árinu 2025.“ Þetta segja hagfræðingarnir Niels-Jakob Hansen, Frederik Toscani og Jing Zhou í rannsóknarriti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, tók í sama streng á nýlegri ráðstefnu seðlabanka í Portúgal í síðasta mánuði. Sagði hún hagnað fyrirtækja skýra 2/3 af verðbólgunni í Evrópu á árinu 2022 sem er tvöfalt á við meðalframlagið síðustu 20 ár. Segist hún óttast að hegðun fyrirtækja verði megindrifkraftur verðbólgu á árinu 2023 nema stöndug fyrirtæki taki á sig launahækkanir á kostnað arðseminnar. Isabellu stillt upp á móti körlunum Sá hagfræðingur sem er hvað mest áberandi í umræðu um hagnaðardrifna verðbólgu er Isabella Weber, prófessor við Háskólann í Massachusetts. Hún hefur sett fram þá tilgátu að hagnaðarsókn fyrirtækja skýri stóran hluta verðbólgu í kjölfar COVID-19. Weber hefur í kjölfarið þurft að sitja undir harðri og stundum óvæginni gagnrýni frá mörgum hagfræðingum. Þeim sömu og telja ábyrgðina á verðbólgunni alfarið liggja hjá launafólki. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur sagt eitt meginmarkmiðið í baráttu við verðbólguna vera að lækka laun. Aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, Larry Summers, hefur kallað eftir fimm árum af 6% atvinnuleysi, eða ári af 10% atvinnuleysi, til að ná verðbólgu niður. Líklega myndu þessar tillögur Jerome og Larry lyfta grettistaki í að ná verðbólgu niður. Aftur á móti yrðu hliðarafurðirnar ýmsar, m.a. líklegt fall Bandaríkjastjórnar. Ljóst er að horfa þarf til fleiri þátta. Verðbólgan er afar flókið fyrirbæri Verð ákvarðast af framboði og eftirspurn á hverjum tíma og verðbólga verður til í ýmis konar samspili. Almennt er talað um eftirspurnardrifna verðbólgu, kostnaðardrifna verðbólgu eða innbyggða verðbólgu. Í sinni einföldustu mynd verður verðbólga eftirspurnardrifin þegar eftirspurn þróast umfram framboð. Helstu áhrifaþættir á Íslandi nú um stundir eru uppsafnaður sparnaður í kjölfar heimsfaraldurs, launahækkanir og kröftugur viðsnúningur í ferðaþjónustu. Verðbólgan verður kostnaðardrifin þegar verðhækkanir dynja yfir til að mynda í aðföngum og/eða launum. Innbyggð verðbólga verður svo aftur til út af verðbólgunni sjálfri. Væntingar neytenda og fyrirtækja um verðbólgu geta þannig búið til skaðlegan vítahring verðhækkana, óháð öðrum þáttum. Allir þessir þættir sem nefndir eru að ofan hafa knúið verðbólguna áfram að undanförnu og hagnaðardrifin verðbólga hefur orðið til sem hliðarafurð þeirra. Málefnaleg umræða er lykillinn að sátt á vinnumarkaði Ef stuðla á að aukinni sátt á vinnumarkaði á næstu misserum er mikilvægt að ná fram málefnalegri umræðu um verðbólguna - bæði milli aðila vinnumarkaðar sem og á almennum vettvangi. Ábyrgðin er bæði verkalýðshreyfingar og atvinnulífs. Hér skiptir miklu að varast leitina að algildum sökudólgi eða að skipa hagkerfinu í fylkingar launafólks og fyrirtækja. Hvað sem skoðunum einstakra hagfræðinga líður er staðreyndin sú að fyrirtæki munu reyna að hámarka hagnað sinn og launafólk mun leitast við að hámarka launahækkanir framvegis. Það er á ábyrgð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að tryggja að þetta samspil stuðli að hagfelldri útkomu með málefnalegri umræðu, bættum vinnubrögðum í kjarasamningsgerð og styrkingu samkeppnisinnviða. Höfundur er hagfræðingur BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Heyra mátti andköf á ráðstefnu WEF í Davos þegar Gita Gopinath, fyrrum aðalhagfræðingur AGS, tók til máls. Ekki vegna þess að Gita sé umdeild eða njóti lítillar virðingar, heldur vegna þess að hún talaði um efnahagssamhengi sem hálfgerð bannhelgi hvílir á. Hún sagði raunhæft að laun geti nú hækkað í mörgum atvinnugreinum án þess að það leiði til aukinnar verðbólgu ef stöndug fyrirtæki slá af kröfum sínum um mikla arðsemi. Seðlabankastjóri Evrópu, Christine Lagarde, og hennar hagfræðingar eru á sama máli. Hafa þau í raun sagt frekari árangur í baráttu við verðbólguna að mörgu leyti vera á ábyrgð stöndugra fyrirtækja. Fyrirtækjum sem sögulega séð hafa verið afar arðbær undanfarið þrátt fyrir kostnaðarhækkanir. Þessari skoðun Gitu og Christine hafa tilteknir íslenskir hagfræðingar almennt verið ósammála. Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á sama máli „Hagnaðaraukning skýrir um helming af aukinni verðbólgu síðustu tvö ár. Fyrirtæki Evrópu munu þurfa að sætta sig við lægra hagnaðarhlutfall ef markmiðið er að ná verðbólgunni í 2% á árinu 2025.“ Þetta segja hagfræðingarnir Niels-Jakob Hansen, Frederik Toscani og Jing Zhou í rannsóknarriti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, tók í sama streng á nýlegri ráðstefnu seðlabanka í Portúgal í síðasta mánuði. Sagði hún hagnað fyrirtækja skýra 2/3 af verðbólgunni í Evrópu á árinu 2022 sem er tvöfalt á við meðalframlagið síðustu 20 ár. Segist hún óttast að hegðun fyrirtækja verði megindrifkraftur verðbólgu á árinu 2023 nema stöndug fyrirtæki taki á sig launahækkanir á kostnað arðseminnar. Isabellu stillt upp á móti körlunum Sá hagfræðingur sem er hvað mest áberandi í umræðu um hagnaðardrifna verðbólgu er Isabella Weber, prófessor við Háskólann í Massachusetts. Hún hefur sett fram þá tilgátu að hagnaðarsókn fyrirtækja skýri stóran hluta verðbólgu í kjölfar COVID-19. Weber hefur í kjölfarið þurft að sitja undir harðri og stundum óvæginni gagnrýni frá mörgum hagfræðingum. Þeim sömu og telja ábyrgðina á verðbólgunni alfarið liggja hjá launafólki. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur sagt eitt meginmarkmiðið í baráttu við verðbólguna vera að lækka laun. Aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, Larry Summers, hefur kallað eftir fimm árum af 6% atvinnuleysi, eða ári af 10% atvinnuleysi, til að ná verðbólgu niður. Líklega myndu þessar tillögur Jerome og Larry lyfta grettistaki í að ná verðbólgu niður. Aftur á móti yrðu hliðarafurðirnar ýmsar, m.a. líklegt fall Bandaríkjastjórnar. Ljóst er að horfa þarf til fleiri þátta. Verðbólgan er afar flókið fyrirbæri Verð ákvarðast af framboði og eftirspurn á hverjum tíma og verðbólga verður til í ýmis konar samspili. Almennt er talað um eftirspurnardrifna verðbólgu, kostnaðardrifna verðbólgu eða innbyggða verðbólgu. Í sinni einföldustu mynd verður verðbólga eftirspurnardrifin þegar eftirspurn þróast umfram framboð. Helstu áhrifaþættir á Íslandi nú um stundir eru uppsafnaður sparnaður í kjölfar heimsfaraldurs, launahækkanir og kröftugur viðsnúningur í ferðaþjónustu. Verðbólgan verður kostnaðardrifin þegar verðhækkanir dynja yfir til að mynda í aðföngum og/eða launum. Innbyggð verðbólga verður svo aftur til út af verðbólgunni sjálfri. Væntingar neytenda og fyrirtækja um verðbólgu geta þannig búið til skaðlegan vítahring verðhækkana, óháð öðrum þáttum. Allir þessir þættir sem nefndir eru að ofan hafa knúið verðbólguna áfram að undanförnu og hagnaðardrifin verðbólga hefur orðið til sem hliðarafurð þeirra. Málefnaleg umræða er lykillinn að sátt á vinnumarkaði Ef stuðla á að aukinni sátt á vinnumarkaði á næstu misserum er mikilvægt að ná fram málefnalegri umræðu um verðbólguna - bæði milli aðila vinnumarkaðar sem og á almennum vettvangi. Ábyrgðin er bæði verkalýðshreyfingar og atvinnulífs. Hér skiptir miklu að varast leitina að algildum sökudólgi eða að skipa hagkerfinu í fylkingar launafólks og fyrirtækja. Hvað sem skoðunum einstakra hagfræðinga líður er staðreyndin sú að fyrirtæki munu reyna að hámarka hagnað sinn og launafólk mun leitast við að hámarka launahækkanir framvegis. Það er á ábyrgð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að tryggja að þetta samspil stuðli að hagfelldri útkomu með málefnalegri umræðu, bættum vinnubrögðum í kjarasamningsgerð og styrkingu samkeppnisinnviða. Höfundur er hagfræðingur BHM.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun