Til hvers að nenna í rekstur? Stefanía K. Ásbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar