Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. júní 2023 07:30 Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Á hverjum tíma fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Það felst í eftirliti með framkvæmd eigendastefnu ríkisins og að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum. Þannig er sköpuð armslengd frá fjármálaráðherra sem handhafa hlutbréfa ríkisins í Íslandsbanka. Armslengdin nær alls ekki til sölu á eignarhluta ríkisins, enda seldi fjármálaráðherra hlutabréfin í Íslandsbanka, enginn annar. Á ábyrgð fjármálaráðherra var að tryggja að allur undirbúningur á sölunni væri þannig að lög yrðu ekki brotin og ekki síst að hann sem fjármálaráðherra bryti ekki lög sem seljandi ríkisbankans. Hvorugt var gert. Fjármálaráðherra stóð þannig að sölunni að hann seldi föður sínum hlut og vissi ekki hverjum hann var að selja, að eigin sögn. Ekki virtist gerð krafa um upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðareiganda, sem selur íbúð sína, ber lagaskylda til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaga sem vilja kaupa íbúð hans. Fjármálaeftirlit Seðlabanka (FME) rannsakaði einungis aðkomu Íslandsbanka að sölunni, ekki ábyrgð fjármálaráðherra. Sektin, 1,2 milljarða króna, er merki um að mikið sé að í yfirstjórn bankans. Það er á ábyrgð eiganda. Ég hef unnið í FME, efnahagsbrotadeild og hjá tveimur norrænum stórbönkum og aldrei kynnst öðru eins. FME segir í sáttinni að framkvæmd Íslandsbanka hafi verið áfátt í flestum skrefum útboðsins og fól hún í sér víðtæk og alvarleg brot bankans á skyldum samkvæmt lögum. Slíkir annmarkar bendi til þess að áhættumenning og stjórnarhættir bankans hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum, né innri reglum og verklagi. FME telur að stjórn og bankastjóri hafi ekki tryggt að bankinn starfaði í samræmi við lög sem um starfsemina gilda eða að innri reglum bankans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og bankastjóri ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun. Bankinn villti um fyrir Bankasýslunni, viðskiptavinir voru ranglega flokkaðir sem fagfjárfestar, greining á hagsmunaárekstrum vegna kaupa starfsmanna var ekki gerð, yfir 160 símtöl voru ekki hljóðrituð, viðskiptavinir voru hvattir til að skrá sig sem fagfjárfesta og þeir ranglega upplýstir að lágmarksboð væri 20 milljónir króna. Lægsta salan var á 1,1 milljón króna. Upplýsa þarf nú að fullu um hvernig fjármálaráðherra stóð að sölunni á Íslandsbanka. Það verður einungis gert með rannsóknarnefnd Alþingis. Ljóst er að ekki einungis stjórn og bankastjóri þurfa að víkja heldur einnig fjármálaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á sölunni. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Á hverjum tíma fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Það felst í eftirliti með framkvæmd eigendastefnu ríkisins og að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum. Þannig er sköpuð armslengd frá fjármálaráðherra sem handhafa hlutbréfa ríkisins í Íslandsbanka. Armslengdin nær alls ekki til sölu á eignarhluta ríkisins, enda seldi fjármálaráðherra hlutabréfin í Íslandsbanka, enginn annar. Á ábyrgð fjármálaráðherra var að tryggja að allur undirbúningur á sölunni væri þannig að lög yrðu ekki brotin og ekki síst að hann sem fjármálaráðherra bryti ekki lög sem seljandi ríkisbankans. Hvorugt var gert. Fjármálaráðherra stóð þannig að sölunni að hann seldi föður sínum hlut og vissi ekki hverjum hann var að selja, að eigin sögn. Ekki virtist gerð krafa um upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðareiganda, sem selur íbúð sína, ber lagaskylda til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaga sem vilja kaupa íbúð hans. Fjármálaeftirlit Seðlabanka (FME) rannsakaði einungis aðkomu Íslandsbanka að sölunni, ekki ábyrgð fjármálaráðherra. Sektin, 1,2 milljarða króna, er merki um að mikið sé að í yfirstjórn bankans. Það er á ábyrgð eiganda. Ég hef unnið í FME, efnahagsbrotadeild og hjá tveimur norrænum stórbönkum og aldrei kynnst öðru eins. FME segir í sáttinni að framkvæmd Íslandsbanka hafi verið áfátt í flestum skrefum útboðsins og fól hún í sér víðtæk og alvarleg brot bankans á skyldum samkvæmt lögum. Slíkir annmarkar bendi til þess að áhættumenning og stjórnarhættir bankans hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum, né innri reglum og verklagi. FME telur að stjórn og bankastjóri hafi ekki tryggt að bankinn starfaði í samræmi við lög sem um starfsemina gilda eða að innri reglum bankans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og bankastjóri ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun. Bankinn villti um fyrir Bankasýslunni, viðskiptavinir voru ranglega flokkaðir sem fagfjárfestar, greining á hagsmunaárekstrum vegna kaupa starfsmanna var ekki gerð, yfir 160 símtöl voru ekki hljóðrituð, viðskiptavinir voru hvattir til að skrá sig sem fagfjárfesta og þeir ranglega upplýstir að lágmarksboð væri 20 milljónir króna. Lægsta salan var á 1,1 milljón króna. Upplýsa þarf nú að fullu um hvernig fjármálaráðherra stóð að sölunni á Íslandsbanka. Það verður einungis gert með rannsóknarnefnd Alþingis. Ljóst er að ekki einungis stjórn og bankastjóri þurfa að víkja heldur einnig fjármálaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á sölunni. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun