Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar er mögulega lögbrot Matthías Arngrímsson skrifar 5. júlí 2023 12:00 Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Skipulag Matthías Arngrímsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun