Hvar hefur SFS verið? Orri Páll Jóhannsson skrifar 30. júní 2023 12:30 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Hvalveiðar Vinstri græn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar