Skoðun

Er tími jarðgangna undir stórborgina kominn?

Elías B Elíasson skrifar

Nýlega voru hér á ferð á vegum Betri samgagna tveir viðurkenndir sérfræðingar í borgarskipulagi, þau Maria Vassilakou og Brent Toderian. Í fyrirlestrum sínum lögðu þau bæði áherslu á manneskjulega þáttinn í skipulagi borga.

Skoðun

Ísland eftir 100 ár

Einar G. Harðarson skrifar

Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250.

Skoðun

Getum við öll verið leiðtogar?

Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur?

Skoðun

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt

Friðrik Sigurðsson skrifar

Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina.

Skoðun

Rað­frum­kvöðlar á Ís­landi

Magnús Daði Eyjólfsson skrifar

Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar.

Skoðun

Suðurfjarðagöng

Ólafur Þór Ólafsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir skrifa

Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum.

Skoðun

Hermi­nám í heil­brigðis­vísindum - spennandi tímar fram­undan!

Þorsteinn Jónsson og Hrund Sch. Thorsteinsson skrifa

Á Íslandi er hermikennsla í heilbrigðisvísindum ört vaxandi kennsluform, hvorttveggja fyrir nemendur, sem og við endur- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks. Víða um heim er hermikennsla órjúfanlegur þáttur í kennslu í heilbrigðisvísindum og ítrekað hefur verið bent á margþættan ávinning hennar, umfram hefðbundnari kennsluaðferðir.

Skoðun

Bölvun ís­lensku perlunnar

Kristófer Már Maronsson skrifar

20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum.

Skoðun

Hug­leiðingar við upp­haf nýs lög­gjafar­þings

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Þróun umræðu í samfélaginu síðustu misseri hefur verið um margt umhugsunarverð, stundum byggir umræðan á staðreyndum en oftar en ekki er rangfærslum haldið á lofti. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og akkúrat nú á tímum falsfrétta að allar þær upplýsingar sem unnið er með hverju sinni sé réttar og sannar.

Skoðun

Gangandi berg­máls­hellar

Erna Mist skrifar

Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér.

Skoðun

Kynja­halli í Ís­lensku orða­neti

Helga Hilmisdóttir,Steinþór Steingrímsson og Trausti Dagsson skrifa

Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti.

Skoðun

Flokkun úr­gangs við heimili gengur vonum framar!

Valdimar Víðisson skrifar

Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi.

Skoðun

Svona var þetta bara

Anna Steinsen skrifar

Þegar ég var yngri átti ég fyrirmynd. Ég vissi ekki á þeim tíma að hún væri fyrirmyndin mín enda var ég ekkert sérstaklega að pæla í því. Þetta var og er systir mín, 12 árum eldri og íþróttakona. Æfði handbolta, fótbolta og badminton.

Skoðun

Réttlát umskipti fyrir öll, ekki bara þau efnameiri

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Skoðun

Íslensk fátækt - Ör­lög eða á­skapað víti?

Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar

Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur.

Skoðun

Davíð og Mogginn

Árni Tómas Ragnarsson skrifar

Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali.

Skoðun

Liður í að jafna tæki­færi allra barna

Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa

Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið.

Skoðun

Skoðun nemanda á um­ræðunni um far­síma­bann

Daníel Þröstur Pálsson skrifar

Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda.

Skoðun

Þegar ráð­herra á sér draum

Simon Cramer Larsen skrifar

Undanfarin misseri hafa málefni framhaldsskólastigsins mjög verið í brennidepli. Í þeim efnum hefur að vanda gamalkunnug kanína verið dregin upp úr hatti ráðuneytis menntamála: Að til standi að sameina framhaldsskóla til hagsbóta fyrir nemendur þegar umræðan hverfist í reynd um fátt annað en sparnað.

Skoðun

Of lítið, of seint

Elvar Örn Friðriksson skrifar

Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann.

Skoðun

Ég var hinsegin barn

Bjarni Snæbjörnsson skrifar

Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78 og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni. Þessi lífsglaði, skapandi og skemmtilegi strákur er hér að koma heim úr sínum fyrsta skóladegi í Grunnskóla Tálknafjarðar haustið 1984, fyrir 39 árum síðan.

Skoðun

Eru þau geð­veik?

Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar

Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans.

Skoðun

Nám fyrir alla: Jafn­ræði í menntun

Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar

Úr 17. grein lögum um grunnskóla: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis”. Mér er reglulega hugsað til þessarar greinar þegar ég hugsa um nemendur sem eru með fatlanir sem ekki sjást utan á þeim, og baráttu sem á sér stað í þessu kassalaga kerfi okkar.

Skoðun

Fjárlögin afhjúpa þau

Kristrún Frostadóttir skrifar

Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau.

Skoðun

Vanda sig

Bjartmar Þórðarson skrifar

Ég get ekki orða bundist eftir það sem ég er búinn að sjá á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum undanfarna tvo daga. Ég hef séð ótrúlegar aðdróttanir og yfirgengilega hinseginfóbíu, sem virðist því miður hafa grasserað undir sléttu og felldu yfirborðinu allan tímann að einhverju marki.

Skoðun