Er fólk ungt eða gamalt? Halldór S. Guðmundsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifa 9. október 2024 08:03 Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun