Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar 10. nóvember 2025 13:02 Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun