Að bjarga mannslífi Högni Óskarsson skrifar 10. október 2024 10:33 Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun