Kvótakerfi stjórnmálaflokkanna Einar G. Harðarson skrifar 9. október 2024 12:32 Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun