Skoðun

Ríkis­stjórnin hækkar leigu stúdenta

Arent Orri J. Claessen og Viktor Pétur Finnsson skrifa

Í dag, þann 11. nóvember 2025, stendur til á Alþingi að kjósa um Húsaleigufrumvarpið. Með frumvarpinu mun leiguverð á stúdentagörðum. Hvers vegna? Jú, af því að í frumvarpinu er gert óheimilt að hækka leiguverð á fyrstu 12 mánuðum leigu. Sú ákvörðun er góð í sjálfu sér, og fyrirsjáanleiki góður fyrir leigutaka á almennum leigumarkaði. En stúdentar eru ekki á almennum leigumarkaði heldur á stúdentagörðum, reknum af sjálfseignarstofnunum eins og Félagsstofnun stúdenta og Byggingafélag námsmanna, sem halda leiguverði í lágmarki. Tilgangur stúdentagarða er m.a. að tryggja námsmönnum heimili meðan þeir stunda nám, tryggja stúdentum af landsbyggðinni aðgengi að háskólanámi eða stúdentar sem eru að stofna fjölskyldu.

Í stað þess að geta tryggt lægsta leiguverð til stúdenta, sem nú er gert með vísitölutengingu, þyrftu FS og BN að reikna verðbólgu næstu 12 mánaða inn í samninginn strax. Leiga mun því hækka um það sem FS og BN þarf að gera ráð fyrir að verðbólga verði eftir 12 mánuði. Með öðrum orðum, stúdentar munu þurfa að borga meira í leigu en núna.

Fyrirsjáanleiki er góður, en á hvers kostnað er fyrirsjáanleikinn?

Stúdentar krefjast þess að þingheimur kjósi gegn þessari kjaraskerðingu stúdenta og námsmanna um allt land.

Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs,  Viktor Pétur Finnsson, lánasjóðsfulltrúi stúdentaráðs.




Skoðun

Sjá meira


×