Jöfn tækifæri til menntunar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 8. október 2024 16:02 Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu. Það er óásættanlegt að árið 2024 séu landsmenn ekki í sömu stöðu þegar kemur að því að sækja sér háskólanám. Við Íslendingar búum í dreifðu landi þar sem fjarlægðir geta verið miklar og veðurskilyrði stundum erfið. Það skiptir miklu máli að menntakerfið sé í stakk búið að taka tillit til námsmanna, enda er tækni og þekking á slíkum aðstæðum til staðar. Því vil ég vekja athygli á þörfinni fyrir brýnar breytingar á fyrirkomulagi inntökuprófa til háskóla. Slíkar breyting eru ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig lykill að því að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla nemendur, óháð búsetu. Þarf próftaka einungis að vera í Reykjavík? Núverandi fyrirkomulag inntökuprófa til grunnnáms í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði krefst þess að allir próftakar mæti til Reykjavíkur. Þetta getur sett þá nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins í flókna stöðu. Ferðakostnaður, gisting og annar tilfallandi kostnaður getur haft áhrif á nemendur og fjölskyldur þeirra. Þessi kostnaður er ekki aðeins fjárhagslegur heldur er þetta einnig spurning um jafnræði kynjanna, skuldbindingar og hvernig við verjum tíma okkar. En kostnaðurinn einn skapar ekki allar hindranirnar. Íslenskt veðurfar getur verið óútreiknanlegt og ferðalög á milli landshluta geta fallið niður sökum ófærðar. Eins og dæmi frá síðasta vori sýna þegar nemendur komust ekki að Austan þar sem flug var fellt niður vegna óveðurs. Mikil óvissa og óöryggi skapaðist hjá nemendum í tengslum við aflýsingu flugsins til Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið né það síðasta sem slíkar ófyrirséðar aðstæður koma upp. Það er óásættanlegt að nemendur verði af tækifærinu til próftöku vegna ófærðar í landi þar sem allra veðra er von, þegar lausnin eru til staðar svo að nemendur geti tekið þessi inntökupróf, í heimabyggð eða nálægt heimili. Tryggjum aðgengi Rafrænt prófakerfi, eins og Inspera, hefur m.a. verið tekið í notkun hjá Háskóla Íslands og og Háskólanum á Akureyri sem gerir mögulegt að bjóða próftöku á fleiri stöðum á landinu. Aðrar menntastofnanir hafa einnig lokið að innleiða sérstök kerfi sem bjóða upp á rafræna próftöku. Með slíkum tækifærum getum við skapað betra aðgengi að menntun fyrir nemendur um allt land. Það er bæði réttlætismál og samfélagslega hagkvæmt að nýta þessar tæknilausnir til að gera menntun aðgengilegri fyrir alla. Lausnirnar eru til. Við getum boðið upp á inntökupróf í grunnnámi læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði á fleiri stöðum en aðeins í Reykjavík. Staðir eins og m.a. Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Hornafjörður hafa þegar reynslu af því að veita háskólaþjónustu og sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands og aðrar háskólastofnanir. Með góðum undirbúningi og samvinnu við staðbundin þekkingarsetur sem uppfylla gæðakröfur, er hægt að tryggja að próftaka á þessum stöðum verði jöfn og örugg. Jöfn tækifæri eru arðbær fjárfesting Reikna má með að aukinn kostnaður fylgi því að bjóða upp á próftöku á fleiri stöðum, en sá kostnaður er nauðsynleg fjárfesting í jafnrétti til náms. Huga þarf að ýmsum þáttum eins og undirbúningi prófstaða, þjálfun starfsfólks til að sinna tækniaðstoð, og tryggja að búnaður og aðstaða sé til staðar. Þetta eru verkefni sem krefjast aukins kostnaðar og vinnu, en það er mikilvægt að við gerum það sem þarf til að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til að sækja háskólanám. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja jöfn tækifæri til menntunar fyrir alla, óháð búsetu. Með því að nýta tæknina og bjóða próftöku í heimabyggð stuðlum við ekki aðeins að jafnrétti heldur einnig að betri frammistöðu nemenda. Menntun er lykillinn að framtíðinni og það er á okkar ábyrgð að tryggja að allir hafi aðgang að þeim lykli, óháð því hvar þeir búa. Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu. Það er óásættanlegt að árið 2024 séu landsmenn ekki í sömu stöðu þegar kemur að því að sækja sér háskólanám. Við Íslendingar búum í dreifðu landi þar sem fjarlægðir geta verið miklar og veðurskilyrði stundum erfið. Það skiptir miklu máli að menntakerfið sé í stakk búið að taka tillit til námsmanna, enda er tækni og þekking á slíkum aðstæðum til staðar. Því vil ég vekja athygli á þörfinni fyrir brýnar breytingar á fyrirkomulagi inntökuprófa til háskóla. Slíkar breyting eru ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig lykill að því að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla nemendur, óháð búsetu. Þarf próftaka einungis að vera í Reykjavík? Núverandi fyrirkomulag inntökuprófa til grunnnáms í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði krefst þess að allir próftakar mæti til Reykjavíkur. Þetta getur sett þá nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins í flókna stöðu. Ferðakostnaður, gisting og annar tilfallandi kostnaður getur haft áhrif á nemendur og fjölskyldur þeirra. Þessi kostnaður er ekki aðeins fjárhagslegur heldur er þetta einnig spurning um jafnræði kynjanna, skuldbindingar og hvernig við verjum tíma okkar. En kostnaðurinn einn skapar ekki allar hindranirnar. Íslenskt veðurfar getur verið óútreiknanlegt og ferðalög á milli landshluta geta fallið niður sökum ófærðar. Eins og dæmi frá síðasta vori sýna þegar nemendur komust ekki að Austan þar sem flug var fellt niður vegna óveðurs. Mikil óvissa og óöryggi skapaðist hjá nemendum í tengslum við aflýsingu flugsins til Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið né það síðasta sem slíkar ófyrirséðar aðstæður koma upp. Það er óásættanlegt að nemendur verði af tækifærinu til próftöku vegna ófærðar í landi þar sem allra veðra er von, þegar lausnin eru til staðar svo að nemendur geti tekið þessi inntökupróf, í heimabyggð eða nálægt heimili. Tryggjum aðgengi Rafrænt prófakerfi, eins og Inspera, hefur m.a. verið tekið í notkun hjá Háskóla Íslands og og Háskólanum á Akureyri sem gerir mögulegt að bjóða próftöku á fleiri stöðum á landinu. Aðrar menntastofnanir hafa einnig lokið að innleiða sérstök kerfi sem bjóða upp á rafræna próftöku. Með slíkum tækifærum getum við skapað betra aðgengi að menntun fyrir nemendur um allt land. Það er bæði réttlætismál og samfélagslega hagkvæmt að nýta þessar tæknilausnir til að gera menntun aðgengilegri fyrir alla. Lausnirnar eru til. Við getum boðið upp á inntökupróf í grunnnámi læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði á fleiri stöðum en aðeins í Reykjavík. Staðir eins og m.a. Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Hornafjörður hafa þegar reynslu af því að veita háskólaþjónustu og sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands og aðrar háskólastofnanir. Með góðum undirbúningi og samvinnu við staðbundin þekkingarsetur sem uppfylla gæðakröfur, er hægt að tryggja að próftaka á þessum stöðum verði jöfn og örugg. Jöfn tækifæri eru arðbær fjárfesting Reikna má með að aukinn kostnaður fylgi því að bjóða upp á próftöku á fleiri stöðum, en sá kostnaður er nauðsynleg fjárfesting í jafnrétti til náms. Huga þarf að ýmsum þáttum eins og undirbúningi prófstaða, þjálfun starfsfólks til að sinna tækniaðstoð, og tryggja að búnaður og aðstaða sé til staðar. Þetta eru verkefni sem krefjast aukins kostnaðar og vinnu, en það er mikilvægt að við gerum það sem þarf til að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til að sækja háskólanám. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja jöfn tækifæri til menntunar fyrir alla, óháð búsetu. Með því að nýta tæknina og bjóða próftöku í heimabyggð stuðlum við ekki aðeins að jafnrétti heldur einnig að betri frammistöðu nemenda. Menntun er lykillinn að framtíðinni og það er á okkar ábyrgð að tryggja að allir hafi aðgang að þeim lykli, óháð því hvar þeir búa. Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun