Skoðun

Hvaða eigin­leika þarf for­seti að hafa?

Hildur Eir Bolladóttir skrifar

Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima.

Skoðun

Þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobs­dóttir

Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar

Nýlega hef ég heyrt nafnið Katrín Jakobsdóttir oftar en ég kæri mig um. Það er svo sem eðlilegt, hún er jú í forsetaframboði. Það sem mér þykir ekki eðlilegt er að oftast þegar ég heyri þetta nafn er í stuðningsyfirlýsingum.

Skoðun

Í fram­haldi af við­tali við Helgu Þórisdóttur

Kári Stefánsson skrifar

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum.

Skoðun

Góð gildi og stað­festa Höllu Hrundar

Margrét Reynisdóttir skrifar

Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta.

Skoðun

Halla Hrund eða Katrín?

Reynir Böðvarsson skrifar

Það er orðið nokkuð ljóst að þær eru tvær sem koma til með að berjast um embætti forseta Íslands. Því miður er Steinunn Ólína úr leiknum og ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi ekki heldur mikla möguleika á að ná miklu meira fylgi.

Skoðun

Til á­réttingar

Kári Stefánsson skrifar

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún„tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19.

Skoðun

Kynhlutlaust mál, mál­til­finning og forsetaframboð

Höskuldur Þráinsson skrifar

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um svokallað kynhlutleysi í máli og stundum látið að því liggja að nauðsynlegt sé að breyta íslensku máli til þess að koma slíku hlutleysi á – og þá með kynjajafnrétti í huga.

Skoðun

Er klassískt frjáls­lyndi orðið að jaðarskoðun?

Kári Allansson skrifar

Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu.

Skoðun

For­seti Ís­lands veifaði mér

Fjóla Einarsdóttir skrifar

Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. 

Skoðun

Á­kall til fram­tíðar: Nám í fé­lags­ráð­gjöf!

Steinunn Bergmann skrifar

Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál.

Skoðun

Lexía lærð á hálfum degi

Stefanía Arnardóttir skrifar

Ég gæti legið svona í allan dag. Hlýjað unganum mínum með nærverunni minni. Eitthvað bjóst ég við að þetta tímabil yrði erfiðara, að sinna nýbura, verandi oft ein án aðstoðar. Ekki misskilja mig, ég er illa sofin, finn fyrir þreytu, upplifi hvað það er flókið að fara milli staða, er oftar en ekki almennilega illa lyktandi, gleymdi eflaust að tannbursta mig — rétt eins og eðlilegt er fyrir konu í minni stöðu.

Skoðun

Ég kýs Helgu Þórisdóttur

Gerður Rún Guðlaugsdóttir skrifar

Það eru kosningar framundan og margir eru um hituna. Margir eru þekktir en aðrir minna þekktir, þar á meðal Helga Þórisdóttir. Hún þurfti að hefja kosningabaráttuna með því að kynna sig fyrir landi og þjóð og fyrir hvað hennar framboð stendur.

Skoðun

For­maður hús­fé­lagsins

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig.

Skoðun

Opið bréf til lands­liðs­manna Ís­lands í blaki

Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Sælir félagarÉg skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina

Skoðun

Ef þú kýst Höllu Tómas­dóttur eða Jón Gnarr gætirðu verið að kjósa Katrínu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Skoðanakannanir gefa til kynna, að aðeins Halla Hrund Logadóttir eða Katrín Jakobsdóttir hafi raunverulega möguleika á að ná kjöri. Þær eru einu frambjóðendurnir, sem eru með 25% vegið fylgi, eða meira. Það er liðið verulega á kosningabaráttuna, og er líklegt, að þeir, sem liggja nú í 20% fylgi, eða undir því, eigi ekki raunverulegan sjéns lengur.

Skoðun

Kosningum frestað

Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa

Í dag átti að hefjast bindandi íbúakosning í Ölfusi um grótmulnings verksmiðju Heidelberg. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sem var boðað var til með sólarhringsfyrirvara og engin gögn lágu fyrir, var ákveðið að fresta íbúakosningunum og taka þannig lýðræðislegan rétt af íbúum í Ölfusi. Við skiljum ekki á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggir sína fordæmalausu ákvörðun á, rökin virtust byggjast á þeirra eigin skoðunum.

Skoðun

Mesti stjórn­mála­maðurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. 

Skoðun

Birni Bjarna­syni svarað

Arnar Þór Jónsson skrifar

Björn Bjarnason er lagður af stað í skógarferð þar sem hann virðist hafa í hyggju að reyna að ná höggi á undirritaðan.

Skoðun

Baldur Þór­halls­son er vitur og vís

Bryndís Friðgeirsdóttir skrifar

Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. 

Skoðun

Kjósum Katrínu

Kjartan Ragnarsson skrifar

Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur.

Skoðun

Nei­kvæð á­hrif þess að úti­loka forsetaframbjóðendur frá kapp­ræðum strax komin í ljós

Ástþór Magnússon skrifar

Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands.

Skoðun

Nýtt sveitar­fé­lag

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Það er ekki á hverjum degi að nýtt sveitarfélaga lítur dagsins ljós. Nú um helgina verður því fagnað á Vestfjörðum þegar Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinast. Þar sem Hrafna- Flóki settist að og gaf landinu nafnið Ísland og annar sagði að þar drypi smjör af hverju strái.

Skoðun

Staf­rænn ó­­­jöfnuður á upp­­­lýsinga­öld

Stella Samúelsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa

Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka.

Skoðun

Var­færnis­leg fagnaðar­læti

Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ísland náði þeim mikilvæga áfanga á dögunum að lenda í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, sem metur lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum Evrópu. Þetta er árangur sem við megum vera stolt af og sýnir vilja okkar til að tryggja jöfn réttindi og vernd fyrir öll í okkar samfélagi, óháð kynhneigð eða kynvitund.

Skoðun

Daðrað við sölu

Björn Sævar Einarsson skrifar

Um þessar mundir er mikill þrýstingur frá áfengisiðnaðinum á stjórnvöld um allan heim. Allur sá þrýstingur er á forsendum ítrustu sérhagsmuna áfengisiðnaðarins. Á Íslandi er þrýstingurinn áþreifanlegur. Þrýstingurinn gengur út á að stórauka áfengissölu og knésetja áfengiseinkasölur eins og ÁTVR.

Skoðun