Lífið

Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar

Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti.

Lífið

„Fyrst við gátum lifað af Euro­vision saman getum við lifað allt af“

Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær.

Tónlist

„Þóttist oft vera veik til að sleppa við skólann“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir það undarlega lífsreynslu að vita af því að einhver vilji drepa hana. Sólveig, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir síðustu ár hafa tekið mikið á. Það hafi svo náð ákveðnu hámarki þegar upplýsingar láku um að ungir menn hefðu hug á að fremja hryðjuverk og lífláta Sólveigu Önnu.

Lífið

Skíttapaði fyrir Ís­lands­meistaranum í töfra­teningi

Íslandsmótið í Rubiks-kubbum, eða töfrateningum, fór fram um helgina. Þar komu saman keppendur á öllum aldri, sem deila þessu sjaldgæfa en þó vaxandi áhugamáli. Fréttamaður fékk að reka inn nefið á mótinu, og spreyta sig á móti Íslandsmeistaranum.

Lífið

Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu

Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng.

Lífið

Chivalry: Færir höfundar, slöpp útkoma

Leikararnir Steve Coogan og Sarah Solemani eru fólk sem er með puttann á púlsinum. Þau tók eftir #metoo bylgjunni og náðu að selja Channel Four í Bretlandi hugmyndina að þau ættu að gera leikna þáttaröð sem tæklar mál henni tengd. Verst að útkoman er ekki sérlega beysin.

Gagnrýni

Boðar endur­fæðingu og nýjan ó­hefð­bundinn tón

Sigurður Sæ­var Magnús­son er 26 ára en hefur starfað sem mynd­listar­maður í sex­tán ár. Hann út­skrifaðist í júní frá Konung­legu lista­akademíunni í Haag og var hluti af úr­vals­sýningu út­skriftar­nema frá hollenskum lista­há­skólum. Sigurður boðar enda­lok á sinni vin­sælustu seríu og nýjan ó­venju­legan tón.

Lífið

Ste­ve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes

Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni.

Lífið

Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi

Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Hann dó sem hetja“

Fjölskylda náinna systkina sem féllu frá með níu ára millibili ætla að sjá til þess að minning þeirra gleymist aldrei. Þau vonast til að geta hjálpað þeim sem lenda í áfalli á borð við það sem þau urðu fyrir fyrir áratug.

Lífið

„Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í her­berginu“

LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi.

Lífið

„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“

Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður.

Lífið

Römbuðu á hvort annað eftir erfiða tíma

Turtildúfurnar Sísí Ingólfsdóttir, listamaður og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður hafa verið bestu vinir frá fyrstu kynnnum. Biggi bað Sísíar þann 17. júní síðastliðinn og hafa þau boðið sínum nánustu til sannkallaðrar ástarhátíðar næsta sumar í Vilnius.

Makamál

Flugu saman fram af hárugri bjarg­brún

„Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 

Menning