Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 13:32 Ástrós Trausta og Kyle Jenner virðast hafa sambærilegan smekk. Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu er há og hringlaga, skreytt elegant svörtum slaufum, miðað við val á kökum raunveruleikastjarnanna, Ástrósar Traustadóttur og Kylie Jenner. Báðar birtu mynd af sambærilegum kökum á Instagram í tilefni merkra tímamóta í lífi þeirra. Í nýlegri færslu Kylie Jenner, þegar hún fagnaði eins árs afmæli fatafyrirtækis síns KHY, birti hún mynd af hvítri köku með svörtum slaufum. Skjáskot/Kylie Ástrós birti mynd af sambærilegri köku á dögunum þegar hún fagnaði 30 ára afmæli sínu. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Sambærileg áhugamál Báðar eiga það sameignlegt að vera miklar ofurskvísur, áhrifavaldar og tískuunnendur. Kylie er, eins og frægt er, ein af Kardashian-systrunum heimsþekktu sem slegið hafa í gegn í samnefndum raunveruleikaþáttum. Kylie stofnaði snyrtivörumerkið Kylie Cosmetics þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Síðan þá hefur hún látið til sín taka í viðskiptalífinu og er hún í dag metin á 750 milljónir Bandaríkjadollara. Þó svo að Ástrós sé ekki með fylgjendahóp af sömu stærðargráðu og Kylie, er hún einn þekktasti áhrifavaldur hér á landi. Ástrós er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum LXS og sem dansari í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem báðir voru sýndir á Stöð 2. Nýverið gaf hún út fatalínuna Ástrós x Andrea, í samtarfi við fatahönnuðinn Andreu Magnúsdóttur. Sjá: Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Bakað fyrir stórstjörnur Eva María Hallgrímsdóttir, eigandi kökugallerísins Sætra synda, segir hvítar kökur með svörtum slaufum afar vinsælar um þessar mundir. „Þetta er alveg trendið núna. Við erum á fullu að gera svona kökur, enda sjúklega flottar. Þetta er svona smjörkrems vintage-þema sem er mjög inn núna, það er svolítið síðan við byrjuðum, öruglega um átta mánuðir, þetta fór svo að verða vinsælla og vinsælla. Ég held að við höfum verið fyrstar með þetta hér á landi,“ segir Eva í samtali við Vísi. Spurð hvort hún telji líklegt að Kylie hafi fengið hugmyndina af kökunni frá þeim segir Eva það ekki útilokað. Fyrirtækið hafi þjónustað fjöldann allan af þekktum Hollywood-stjörnum í gegnum árin. „Við höfum gert kökur fyrir fullt af þekktum aðilum. Við gerðum Elmo-köku fyrir tveggja ára afmæli Daisy, dóttur tónlistarkonunnar Katy Perry, fyrir hljómsveitina Guns and Roses sem þeir buðu upp á fyrir tónleikana sín og fyrir afmælisveislu förðunarfræðingsins Huda Beauty sem hún fagnaði í Blá lóninu, svo dæmi séu nefnd.“ Kökur og tertur Tímamót Hollywood Tengdar fréttir Kylie Jenner opnar snyrtivöruverslun Raunveruleikastjarnan sagði aðdáendum sínum fréttirnar á Snapchat. 24. júní 2016 16:00 Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Í nýlegri færslu Kylie Jenner, þegar hún fagnaði eins árs afmæli fatafyrirtækis síns KHY, birti hún mynd af hvítri köku með svörtum slaufum. Skjáskot/Kylie Ástrós birti mynd af sambærilegri köku á dögunum þegar hún fagnaði 30 ára afmæli sínu. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Sambærileg áhugamál Báðar eiga það sameignlegt að vera miklar ofurskvísur, áhrifavaldar og tískuunnendur. Kylie er, eins og frægt er, ein af Kardashian-systrunum heimsþekktu sem slegið hafa í gegn í samnefndum raunveruleikaþáttum. Kylie stofnaði snyrtivörumerkið Kylie Cosmetics þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Síðan þá hefur hún látið til sín taka í viðskiptalífinu og er hún í dag metin á 750 milljónir Bandaríkjadollara. Þó svo að Ástrós sé ekki með fylgjendahóp af sömu stærðargráðu og Kylie, er hún einn þekktasti áhrifavaldur hér á landi. Ástrós er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum LXS og sem dansari í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem báðir voru sýndir á Stöð 2. Nýverið gaf hún út fatalínuna Ástrós x Andrea, í samtarfi við fatahönnuðinn Andreu Magnúsdóttur. Sjá: Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Bakað fyrir stórstjörnur Eva María Hallgrímsdóttir, eigandi kökugallerísins Sætra synda, segir hvítar kökur með svörtum slaufum afar vinsælar um þessar mundir. „Þetta er alveg trendið núna. Við erum á fullu að gera svona kökur, enda sjúklega flottar. Þetta er svona smjörkrems vintage-þema sem er mjög inn núna, það er svolítið síðan við byrjuðum, öruglega um átta mánuðir, þetta fór svo að verða vinsælla og vinsælla. Ég held að við höfum verið fyrstar með þetta hér á landi,“ segir Eva í samtali við Vísi. Spurð hvort hún telji líklegt að Kylie hafi fengið hugmyndina af kökunni frá þeim segir Eva það ekki útilokað. Fyrirtækið hafi þjónustað fjöldann allan af þekktum Hollywood-stjörnum í gegnum árin. „Við höfum gert kökur fyrir fullt af þekktum aðilum. Við gerðum Elmo-köku fyrir tveggja ára afmæli Daisy, dóttur tónlistarkonunnar Katy Perry, fyrir hljómsveitina Guns and Roses sem þeir buðu upp á fyrir tónleikana sín og fyrir afmælisveislu förðunarfræðingsins Huda Beauty sem hún fagnaði í Blá lóninu, svo dæmi séu nefnd.“
Kökur og tertur Tímamót Hollywood Tengdar fréttir Kylie Jenner opnar snyrtivöruverslun Raunveruleikastjarnan sagði aðdáendum sínum fréttirnar á Snapchat. 24. júní 2016 16:00 Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Kylie Jenner opnar snyrtivöruverslun Raunveruleikastjarnan sagði aðdáendum sínum fréttirnar á Snapchat. 24. júní 2016 16:00