Lífið

Sagður bera á­byrgð á ban­eitraðri vinnu­staða­menningu

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar.

Lífið

Fann­ey Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“

Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson hafa verið saman í sjö ár en þau eiga von á seinna barni sínu síðar á þessu ári. Fyrir á Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. Hjónin kynntust á skemmtistaðnum Austur og segir Fanney Sandra það hafa verið ást við fyrstu sín. 

Makamál

„Ég hef aldrei verið svona hrifin eins og núna“

„Ég er allavega rosalega skotin og er bara að njóta þess viku fyrri viku, ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en vá hvað þetta er gaman,“ segir fegurðardrottningin og lífstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir í hlaðvarpsþætti hennar, Lífið með Lindu Pé, spurð hvort hún sé ástfangin.

Lífið

Björk gefur út ævin­týra­legt mynd­band

Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon.

Lífið

Andrea Eyland flutt til Danmerkur

Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins er flutt frá Íslandi til Danmerkur. Þetta segir Andrea á Instagram þar sem hún tekur við spurningum fylgjenda sinna um breytta stöðu.

Lífið

Sagður hafa fengið nóg af partýstandinu

Joe Jonas er sagður hafa fengið nóg af partýstandi Sophie Turner. Segir banda­ríski slúður­miðillinn Pa­geSix að það sé ein af helstu á­stæðum þess að þau hafi skilið að borði sæng.

Lífið

„Þetta er það ljótasta sem ein­hver gæti sagt um mig“

Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagn­rýni á fyrstu seríu raun­veru­leika­þáttanna LXS, í út­varps­þættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frum­sýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+.

Lífið

Guð­bergur Bergs­son er látinn

Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.

Menning

Nærmynd af konunum í tunnunum

Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. 

Lífið

Glimmer og glamúr í forsýningarpartýi LXS

Forsýningarpartý af annarri þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Sjálandi í Garðabæ í gærkvöldi. Fyrstu tveir þættirnir voru sýndir og segja stelpurnar þáttaröðina enn persónulegri en sú fyrri með gleði, glamúr og drama.

Lífið

Hafa selt þrjú hundruð þúsund miða

„Það má segja að þetta séu ýktar útgáfur af okkur sjálfum. Við erum góðir vinir og höfum unnið mjög mikið saman,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikari og höfundur gamanleiksins Pabbinn finnur afann þar sem hann og Sigurður Sigurjónsson fara á kostum.

Lífið samstarf

Gary Wrig­ht er látinn

Gary Wrig­ht, söngvari og laga­höfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Wea­ver og Love is Ali­ve.

Lífið

Keppti fyrir hönd fjöl­fatlaðrar systur sinnar

Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 

Lífið

„Erfiðast að viður­kenna að ég þyrfti hjálp“

Páll Magnús­son fyrr­verandi út­varps­stjóri og þing­maður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Ís­landi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkó­hól­isti áður en hann leitaði sér að­stoðar.

Lífið

Söngvari Smash Mouth látinn

Söngvari Smash Mouth, Steve Harwell, er látinn. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Stars og Walkin on on the Sun. Söngvarinn hóf líknandi meðferð fyrr í vikunni. 

Lífið

Amma mælti með „töfratöflum“ við barnabarnið

„Amma mín var alltaf að dásama Nutrilenk. Hún talaði um þetta sem töfratöflur eftir að hún varð sjálf mun betri í hnjánum og ökklunum og mælti með þessu fyrir mig. Ég ákvað því að láta reyna almennilega á þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson, fótboltamaður en hann hefur notað Nutrilenk í dágóðan tíma og finnur mikinn mun á hnjánum á sér.

Lífið samstarf

Stebbi Hilmars orðinn afi

Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eignuðust son 28. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða fyrsta barn parsins.

Lífið