Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2024 15:51 Keoghan hefur gert Instagram-aðgang sinn óvirkan eftir sambandsslitin við Sabrinu Carpenter. Hann hefur fengið sig fullsaddan af tröllunum í netheimum. Getty Írski leikarinn Barry Keoghan hefur fengið sig fullsaddan af hatri í hans garð á netinu. Hann sættir sig ekki við að fólk sitji um heimili sonar hans og dreifi fölskum sögusögnum. Keoghan hætti nýlega með bandarísku söngkonunni Sabrinu Carpenter en sá orðrómur gekk að hann hefði haldið framhjá henni. Keoghan birti yfirlýsingu á X á laugardagskvöld þar sem hann brást við umfjöllun og fréttum síðustu daga. „Vinsamlegast sýnið virðingu,“ skrifar hann við færsluna og birti þar mynd með löngum texta. Keoghan og Carpenter tilkynntu 4. desember að þau ætluðu að taka hlé hvort frá öðru eftir tæplega árs samband. Nettröllin fóru í kjölfarið á fullt að dreifa þeim orðrómi að Keoghan hefði haldið framhjá Carpenter með bandaríska áhrifavaldinum Breckie Hill eftir að til þeirra sást á hóteli í Hollywood. Keoghan gerði Instagram-reikning sinn síðan óvirkan laugardaginn 7. desember og birti í kjölfarið fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki þola meira. „Nafn mitt hefur verið troðið niður í svaðið á netinu á þann hátt sem ég bregst yfirleitt ekki við. Nú þarf ég að bregðast vegna þess að það er komið á stað þar sem búið er að fara langt yfir strikið,“ skrifar hann í færslunni. Please be respectful x pic.twitter.com/N03eHAIbC8— Barry Keoghan (@BarryKeoghan) December 7, 2024 Setið um heimili sonarins Hann segist hafa gert aðgang sinn óvirkan þar sem hann geti ekki lengur látið slíkar sögusagnir hafa áhrif á fjölskyldu hans og vinnu. „Engin manneskja ætti að þurfa að lesa skilaboðin sem mér hafa borist. Hreinar lygar, hatur, viðbjóðsleg ummæli um útlit mitt, persónu, hvernig ég er sem foreldri og hvers konar ómannúðleiki sem hægt er að ímynda sér,“ skrifar hann einnig í færslunni. Keoghan segir fólk hafa lýst honum sem heróín-barni og talað fjálglega um uppeldi hans. Þá segir hann fólk hafa bankað upp á hjá ömmu hans, setið um heimili sonar hans og ógnað fjölskyldu hans. „Þar er farið yfir strikið,“ skrifar hann. Hann segist leggja hart að sér á hverjum degi til að vera sem heilbrigðastur og sterkastur fyrir son sinn. Hann vilji skapa honum tækifæri til að læra, mistakast og vaxa. „Ég vil að hann geti horft á föður sinn, haft algjört traust á mér og vitað að ég muni passa hann sama hvað.“ Ekki fjarverandi faðir Keoghan var til viðtals í hlaðvarpi fjölmiðlamannsins Louis Theroux í síðasta mánuði þar sem hann fjallaði um reynslu sína af fósturheimilum og móður sinni sem lést eftir harða baráttu við vímuefnaneyslu. Hann geti ekki setið undir því að vera kallaður ónytjungsfaðir (e. deadbeat dad). „Ef ég hefði ekki þykkan skráp og styrkinn sem ég bý yfir, stæði ég ekki hérna,“ sagði hann í viðtalinu. Æska sín hefði auðvitað litað föðurhlutverkið þegar hann hefði enga föðurímynd til að byggja á. Af því hann birti sjaldan myndir af syni sínum þá haldi fólk því fram að hann sé fjarverandi sem faðir. Raunin væri að frægðin hafi gert það að verkum að hann vilji síður deila syninum með heiminum. Keoghan á Brando, með fyrrverandi kærustu sinni Alysson Kierans. Hollywood Bandaríkin Írland Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. 27. nóvember 2024 20:56 Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt. 5. nóvember 2024 15:55 Gísli Pálmi í fótbolta með Barry Keoghan Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum. 17. júlí 2024 13:54 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Keoghan birti yfirlýsingu á X á laugardagskvöld þar sem hann brást við umfjöllun og fréttum síðustu daga. „Vinsamlegast sýnið virðingu,“ skrifar hann við færsluna og birti þar mynd með löngum texta. Keoghan og Carpenter tilkynntu 4. desember að þau ætluðu að taka hlé hvort frá öðru eftir tæplega árs samband. Nettröllin fóru í kjölfarið á fullt að dreifa þeim orðrómi að Keoghan hefði haldið framhjá Carpenter með bandaríska áhrifavaldinum Breckie Hill eftir að til þeirra sást á hóteli í Hollywood. Keoghan gerði Instagram-reikning sinn síðan óvirkan laugardaginn 7. desember og birti í kjölfarið fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki þola meira. „Nafn mitt hefur verið troðið niður í svaðið á netinu á þann hátt sem ég bregst yfirleitt ekki við. Nú þarf ég að bregðast vegna þess að það er komið á stað þar sem búið er að fara langt yfir strikið,“ skrifar hann í færslunni. Please be respectful x pic.twitter.com/N03eHAIbC8— Barry Keoghan (@BarryKeoghan) December 7, 2024 Setið um heimili sonarins Hann segist hafa gert aðgang sinn óvirkan þar sem hann geti ekki lengur látið slíkar sögusagnir hafa áhrif á fjölskyldu hans og vinnu. „Engin manneskja ætti að þurfa að lesa skilaboðin sem mér hafa borist. Hreinar lygar, hatur, viðbjóðsleg ummæli um útlit mitt, persónu, hvernig ég er sem foreldri og hvers konar ómannúðleiki sem hægt er að ímynda sér,“ skrifar hann einnig í færslunni. Keoghan segir fólk hafa lýst honum sem heróín-barni og talað fjálglega um uppeldi hans. Þá segir hann fólk hafa bankað upp á hjá ömmu hans, setið um heimili sonar hans og ógnað fjölskyldu hans. „Þar er farið yfir strikið,“ skrifar hann. Hann segist leggja hart að sér á hverjum degi til að vera sem heilbrigðastur og sterkastur fyrir son sinn. Hann vilji skapa honum tækifæri til að læra, mistakast og vaxa. „Ég vil að hann geti horft á föður sinn, haft algjört traust á mér og vitað að ég muni passa hann sama hvað.“ Ekki fjarverandi faðir Keoghan var til viðtals í hlaðvarpi fjölmiðlamannsins Louis Theroux í síðasta mánuði þar sem hann fjallaði um reynslu sína af fósturheimilum og móður sinni sem lést eftir harða baráttu við vímuefnaneyslu. Hann geti ekki setið undir því að vera kallaður ónytjungsfaðir (e. deadbeat dad). „Ef ég hefði ekki þykkan skráp og styrkinn sem ég bý yfir, stæði ég ekki hérna,“ sagði hann í viðtalinu. Æska sín hefði auðvitað litað föðurhlutverkið þegar hann hefði enga föðurímynd til að byggja á. Af því hann birti sjaldan myndir af syni sínum þá haldi fólk því fram að hann sé fjarverandi sem faðir. Raunin væri að frægðin hafi gert það að verkum að hann vilji síður deila syninum með heiminum. Keoghan á Brando, með fyrrverandi kærustu sinni Alysson Kierans.
Hollywood Bandaríkin Írland Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. 27. nóvember 2024 20:56 Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt. 5. nóvember 2024 15:55 Gísli Pálmi í fótbolta með Barry Keoghan Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum. 17. júlí 2024 13:54 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. 27. nóvember 2024 20:56
Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt. 5. nóvember 2024 15:55
Gísli Pálmi í fótbolta með Barry Keoghan Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum. 17. júlí 2024 13:54