Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Leikarinn Tom Felton sló eftirminnilega í gegn sem andhetjan Draco Malfoy í ævintýrunum um galdrastrákinn Harry Potter. Felton er nú mættur á stóra sviðið í sama hlutverki nema, eins og hann sjálfur, þá er Malfoy orðinn fullorðinn. Lífið 18.11.2025 10:31
Síðasta púslið væntanlegt í maí Sænska fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Kenza Zouiton Subosi, og eiginmaður hennar Aleksandar Subosic, eiga von á sínu fjórða barni. Kenza segir draum þeirra hjóna um stóra fjölskyldu við það að rætast. Frá þessu greina þau á Instagram. Lífið 18.11.2025 09:40
Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Það var hrikalega góð stemning í Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðasta fimmtudagskvöld. Eins og venjulega var fullt út að dyrum og rjóminn af okkar besta tónlistarfólki tróð upp í einu skemmtilegasta partýi ársins. Lífið samstarf 18.11.2025 09:13
Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Framleiðslurisinn Sony hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á hinum vinsælu kínversku Labubu-fígúrum. Verkefnið er enn á byrjunarstigi og óljóst hvenær myndin verður frumsýnd. Lífið 17.11.2025 12:58
Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til að taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. Lífið 17.11.2025 12:22
Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Það verður sannkölluð partýstemning í Holtagörðum dagana 17.–23. nóvember þegar Partyland í Holtagörðum fagnar tveggja ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins býður verslunin 20% afslátt af öllum vörum alla vikuna, hvort sem fólk vill græja búninga í jólagjöf, finna sniðugar gjafir eða byrja snemma að undirbúa áramótin. Lífið samstarf 17.11.2025 11:30
Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Það var líf og fjör í Kringlubíói um helgina þegar rapparar, ofurskvísur, listamenn og áhrifavaldar komu saman á frumsýningu hjá Birni og Flóna. Tónlist 17.11.2025 11:30
Óða boðflennan fangelsuð Maður sem óð upp að tónlistarkonunni Ariönu Grande á kvikmyndafrumsýningu í Singapúr og tók utan um hana hefur verið dæmdur í níu daga fangelsi fyrir að vera með ólæti á almannafæri. Hann hefur ítrekað framkvæmt sambærilega gjörninga en aldrei áður hlotið fangelsisdóm. Lífið 17.11.2025 10:52
Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Landsleikjasvekkelsi, rómantík á Kjarvalsstofu og afmælishátíð Stuðmanna settu svip sinn á vikuna hjá þekktu Íslendingum. Margir virðast jafnframt farnir að stíga fyrstu skrefin inn í jólaskapið. Lífið 17.11.2025 09:52
„Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ „Að vera í greiðsluerfiðleikum þýðir ekki að þér hafi mistekist. Það þýðir að þú ert mannleg/ur og þú getur alltaf gert breytingar á stöðu þinni,“ segir Kristín Eir Helgadóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Vandalaust, þar sem hún aðstoðar fólk í greiðsluerfiðleikum og veitir fjármálamarkþjálfun með það að markmiði að koma fólki sem setið hefur í þessum vanda á réttan kjöl. Lífið 17.11.2025 08:01
Upplifir skotin oftast sem hrós „Ég fíla þegar fólk reynir að fara út fyrir þægindarammann,“ segir 27 ára fótboltakappinn Adam Pálsson. Adam, sem leikur með fótboltafélaginu Val, er með skemmtilegan og töff stíl og fylgir innsæinu þegar það kemur að tískunni. Blaðamaður ræddi við hann um fataskápinn og klæðaburð. Tíska og hönnun 17.11.2025 07:02
Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Á Facebook síðu Vesturbæjar Reykjavíkur var í kvöld auglýst eftir eiganda lítils plastpoka með hvítu dufti sem fannst við Vesturbæjarlaug. Kímnigáfa Vesturbæinga lét ekki á sér standa í umræðum um málið. Lífið 16.11.2025 22:40
Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Í tilefni af Degi íslenskrar tungu deildi Eliza Reid, rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú, mynd af bréfi sem hún sendi Guðna Th. Jóhannessyni, eiginmanni hennar og fyrrverandi forseta Íslands, ári eftir að þau hittust fyrst. Lífið 16.11.2025 15:34
Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Leikarinn James Picken Jr., sem er best þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Grey's Anatomy, er með krabbamein. Hann segir greininguna ekki hafa komið á óvart. Lífið 16.11.2025 13:33
Þegar allt sauð upp úr Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. Lífið 16.11.2025 09:00
Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ „Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að hafa tíma til að búta til kjötsúpuna sem er víst algjört möst fyrir fjölskylduna áður en ég fer,“ segir Stefán Haukur Erlingsson og skellihlær. Áskorun 16.11.2025 08:01
„Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ „Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims,“ segir hinn 25 ára gamli Sturlaugur Sigurðsson sem lét drauminn rætast í haust og fluttist vestur um höf til New York borgar. Stulli, sem er alinn upp á Egilsstöðum, stundar nú nám við eina virtustu menntastofnun í heimi, Columbia háskólann, og nýtur fjölbreyttra hliða lífsins úti. Lífið 16.11.2025 07:02
Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 16.11.2025 07:02
Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari gekk í hjónaband með Kára Stefánssyni undir lok síðasta árs. Kára hitti hún fyrst fyrir áratug síðan í tengslum við rannsókn á sjúkdómi sem móðir hennar greindist með, en tíu árum síðar hafði hún aftur samband við Kára þegar hún var að byggja upp fyrirtæki sitt. Lýsti Kári þá yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið og svo fór að Eva tók það að sér og eitt leiddi af öðru. Lífið 15.11.2025 20:47
Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni „Ég valdi það að trúa á sjálfa mig og að leyfa ekki greiningunni að koma í veg fyrir það að láta draumana mína rætast. Það tók mig smá tíma að melta þetta allt saman og ég held að ég sé ennþá að því,“ segir Nanna Kaaber íþróttafræðingur og einkaþjálfari en það var fyrir þremur árum, og fyrir einskæra tilviljun, að hún heyrði fyrst minnst á sjúkdóminn lipedema, sem á íslensku kallast fitubjúgur. Það varð til þess að hún fékk loksins skýringu á einkennum sem fylgt höfðu henni frá unglingsárum og valdið óbærilegu hugarangri. Lífið 15.11.2025 16:02
Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan tímabundna verslun Nocco í Smáralind. Fyrstu einstaklingarnir mættu klukkan hálf átta í morgun í von um að festa kaup á jóladagatali orkudrykkjasalans. Lífið 15.11.2025 11:04
Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi. Lífið 15.11.2025 08:02
„Fólk hló og grét til skiptis“ Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið og erum við samt hláturmild að eðlisfari, segja hin nýgiftu Jóhann Jökull Sveinsson, skólastjóri skíða- og brettaskólans í Bláfjöllum, og Salný Björg Emilsdóttir, sjúkraliði og förðunarfræðingur. Þau giftu sig með pomp og prakt á dögunum þar sem gleðin var óumdeilanlega í fyrirrúmi. Lífið 15.11.2025 07:03
Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 15.11.2025 07:02