Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Af nas­hyrningum og færni - hvernig sköpum við verð­mæti til fram­tíðar?

Nítján ára gömul tók ég þátt í verkefninu, Young Europe Africa og keyrði frá London til Jóhannesarborgar með hópi ungs fólks í þeim tilgangi að brúa bil milli æsku heimsálfa og leysa saman vandasöm viðfangsefni. Meðal verkefna okkar var að byggja hús frá grunni fyrir Rauða krossinn, reisa vatnsturna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga hópi nashyrninga frá útrýmingu í samstarfi við World Wildlife Fund (WWF). 

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sæki um ís­lenska vega­bréfs­á­ritun til að ferðast annað

Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir.

Innlent
Fréttamynd

Play tekur flugið til Agadir

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til marokkósku borgarinnar Agadir. Fyrsta flugið verður 19. desember næstkomandi en flogið verður einu sinni í viku á föstudögum þangað til um miðjan apríl 2026.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­byrg ferða­mennska

Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku.

Skoðun
Fréttamynd

Komdu með í ævin­týri til Ítalíu

Ítalía hefur nær allt upp á að bjóða fyrir gott sumarfrí. Ítölsk matargerð er fyrir löngu heimsþekkt, landið býður upp á heillandi sögu og fallegar borgir með gömlum bæjarhlutum. Ekki má svo gleyma ströndunum sem iða af lífi, fjöri og ylvogum sjónum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Viltu kynnast töfrum Taí­lands?

Taíland er einstaklega spennandi áfangastaður sem býður upp á fjölbreytta og litríka menningu, stórkostlega náttúru, magnaða sögu og auðvitað einstaka matargerð sem er þekkt um allan heim.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sparnaðarráð fyrir ferða­lagið

Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum.

Skoðun
Fréttamynd

Kín­verskir verk­takar fá ekki að bora skipagöng í Noregi

Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu.

Erlent
Fréttamynd

Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi

Það getur kostað ríflega 20 prósent meira að skipta gjaldeyri hjá fyrirtækinu Change Group, sem er með aðstöðu í Leifstöð, en það myndi kosta að skipta sama gjaldeyri í útibúi íslenskra banka. Þannig sýnir nýlegt dæmi að viðskiptavinur hefði getað fengið rúmum tíu þúsund krónum meira í sinn hlut með því að skipta gjaldeyri í útibúi í bænum frekar en í Leifsstöð.

Neytendur
Fréttamynd

„Rán um há­bjartan dag“ kom ekki á ó­vart

Sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra og formanns Samfylkingarinnar, tapaði hátt í fimmtán þúsund krónum við að skipta erlendum gjaldeyri í Leifsstöð á dögunum. Fjármálaráðgjafi segir dæmið því miður ekki koma á óvart þar sem algengt sé að slæm kjör bjóðist í hraðbönkum og hjá gjaldeyrismiðlurum á fjölförnum ferðamannastöðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Per­sónu­leg gjafakort sem renna aldrei út

„Við erum spennt að kynna rafrænu gjafakortin okkar, nýja og þægilega leið til að gefa gjöf sem gleður og endist,” segir María Ingunn Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri GG Sport en verslunin hefur sett glæsileg gjafakort sem hægt er að myndskreyta og bæta við persónulegri kveðju, í sölu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Beint flug milli Akur­eyrar og út­landa aldrei verið meira

Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Vestfjarðaleiðin verði Hring­vegur númer tvö

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­leggur fólki að koma fyrr á völlinn

Isavia ráðleggur fólki að koma fyrr en venjulega í innritun á Keflavíkurflugvöll í þessari viku vegna páskaörtraðar á vellinum. Upplýsingafulltrúi segir að langtímabílastæði nálægt vellinum hafi verið uppöntuð yfir hátíðina strax í síðustu viku þrátt fyrir að þeim hafi verið fjölgað.

Innlent
Fréttamynd

Bíla­stæðin fullbókuð um páskana

Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Innlent
Fréttamynd

Eina fjallamennskunámið leggst að ó­breyttu af

Eina fjallaleiðsögunámið á Íslandi mun að óbreyttu leggjast af næsta haust þar sem ekki hefur fundist varanleg fjármögnunarleið. Kennari við skólann segir stöðuna alvarlega, sérhæft fagnám í fjallaleiðsögn sé mikilvægur liður í að koma í veg fyrir slys í fjallaferðamennsku. 

Innlent