Íslenski boltinn

Kjóstu leik­mann mánaðarins í Bestu deild karla

Þrír leik­menn frá Stjörnunni, tveir frá Víkingi Reykja­vík, einn frá FH, einn Framari og einn leik­maður Breiða­bliks eru til­nefndir í kjörinu á besta leik­manni ágúst­mánaðar í Bestu deild karla í fót­bolta. Til­kynnt var um til­nefningarnar í Stúkunni á Stöð 2 Sport á dögunum.

Íslenski boltinn

Ó­trú­leg endur­koma Eyja­manna í Kórnum

HK leiddi með tveimur mörkum þegar skammt var til leiksloka í viðureign liðsins gegn ÍBV í Kórnum í Bestu deild karla í knattspyrnu á mánudagskvöld. Eyjamenn eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og jöfnuðu metin á einhvern ótrúlegan hátt. Mörk leiksins má sjá hér að neðan.

Íslenski boltinn

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Íslenski boltinn

Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“

Frið­jón Árni Sigur­vins­son, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dal­víkur í fót­bolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigur­geirs­dóttur, formanns KSÍ, og birtir á sam­fé­lags­miðlum. Greinir Frið­jón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglu­gerðar KSÍ, að taka þátt í úr­slita­keppni Ís­lands­mótsins. Reglu­gerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niður­brotnar.

Íslenski boltinn

„Þetta á ekki heima á fót­bolta­vellinum eða neins staðar“

Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur.

Íslenski boltinn