„Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 11:31 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Einar Annað árið í röð er KA komið í bikarúrslit karla í fótbolta og reynir að fella bikarmeistara Víkings. Þjálfari KA-manna segir menn ekki endilega í hefndarhug, en njóti góðs af reynslu síðasta árs og ákveðnir í að vinna loks bikarinn. KA tapaði 3-1 í úrslitum keppninnar fyrir Víkingum í fyrra og nú mætast liðin annað árið í röð. Rúm 40 ár eru síðan sömu lið mætast í bikarúrslitum tvö ár í röð. Klippa: Ætla að taka titilinn norður Hallgrímur Jónsson, þjálfari KA, segir leikmenn liðsins njóta góðs af reynslunni sem fylgdi því að taka þátt í úrslitunum í fyrra og séu ákveðnir í að taka lokaskrefið og vinna loks titilinn. „Við erum bara spenntir, komum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari. Því miður töpuðum við í fyrra og við töluðum um það eftir leikinn að alvöru menn standa upp og reyna aftur og við erum komnir aftur. Við erum mættir hérna til að taka bikarinn heim,“ segir Hallgrímur Hefnd sé KA-mönnum ekki ofarlega í huga eftir síðasta ár. „Ég vil kannski ekki meina að við viljum hefna á móti Víkingi. Við erum spenntir fyrir því að vinna bikarinn með KA, við viljum fara með hann heim, það hefur aldrei gerst í sögunni. Þar sem við höfum prófað þetta áður ætlum við að láta úrslitin vera okkur í hag í þetta skiptið,“ segir Hallgrímur. „Við erum á góðu róli núna og erum með sjálfstraust. Síðast þegar við spiluðum við Víking unnum við þá og það mun líka hjálpa okkur,“ bætir hann við. Víkingar vonast til að vinna keppnina fimmta skiptið í röð síðar í dag en sagan er ekki með KA-mönnum sem hafa komst fjórum sinnum í úrslit keppninnar en aldrei tekist að vinna. Hefur þessi sigurhefð eitthvað að segja? „Ég veit það ekki. Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Hallgrím sem má sjá í spilaranum að ofan. Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02 „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
KA tapaði 3-1 í úrslitum keppninnar fyrir Víkingum í fyrra og nú mætast liðin annað árið í röð. Rúm 40 ár eru síðan sömu lið mætast í bikarúrslitum tvö ár í röð. Klippa: Ætla að taka titilinn norður Hallgrímur Jónsson, þjálfari KA, segir leikmenn liðsins njóta góðs af reynslunni sem fylgdi því að taka þátt í úrslitunum í fyrra og séu ákveðnir í að taka lokaskrefið og vinna loks titilinn. „Við erum bara spenntir, komum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari. Því miður töpuðum við í fyrra og við töluðum um það eftir leikinn að alvöru menn standa upp og reyna aftur og við erum komnir aftur. Við erum mættir hérna til að taka bikarinn heim,“ segir Hallgrímur Hefnd sé KA-mönnum ekki ofarlega í huga eftir síðasta ár. „Ég vil kannski ekki meina að við viljum hefna á móti Víkingi. Við erum spenntir fyrir því að vinna bikarinn með KA, við viljum fara með hann heim, það hefur aldrei gerst í sögunni. Þar sem við höfum prófað þetta áður ætlum við að láta úrslitin vera okkur í hag í þetta skiptið,“ segir Hallgrímur. „Við erum á góðu róli núna og erum með sjálfstraust. Síðast þegar við spiluðum við Víking unnum við þá og það mun líka hjálpa okkur,“ bætir hann við. Víkingar vonast til að vinna keppnina fimmta skiptið í röð síðar í dag en sagan er ekki með KA-mönnum sem hafa komst fjórum sinnum í úrslit keppninnar en aldrei tekist að vinna. Hefur þessi sigurhefð eitthvað að segja? „Ég veit það ekki. Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Hallgrím sem má sjá í spilaranum að ofan.
Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02 „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
„Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02
„Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47