Handbolti

Spánverjar og Danir með örugga sigra

Nú er öllum átta leikjum kvöldsins á HM kvenna í handbolta lokið, en nú rétt í þessu lauk seinni fjórum leikjunum. Spánverjar og Danir unnu sína leiki örugglega með 15 mörkum, og á sama tíma vann Brasilía gegn Japan og Ungverjar gegn Tékkum.

Handbolti

Þýskaland og Suður-Kórea bæði með fullt hús stiga

Fjórum leikjum af þeim átta sem fara fram á HM kvenna í handbolta í kvöld er nú lokið. Þjóðverjar unnu öruggan 14 marka sigur gegn Slóvakíu og Suður-Kórea vann tveggja marka sigur gegn Túnis, en bæði lið hafa nú unnið fyrstu tvo leiki sína.

Handbolti

Sterkur sigur Selfyssinga á Hlíðarenda

Selfyssingar unnu virkilega sterkan tveggja marka sigur er liðið heimsótti Val í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-28, en tapið þýðir að Valsmönnum mistókst að nálgast topplið deildarinnar.

Handbolti

Aron Rafn fær að standa í marki Hauka í dag

Haukar taka á móti rúmenska liðinu Focsani í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta í dag. Aron Rafn Eðvarsson, markvörður liðsins, fær að standa vaktina í markinu eftir að hafa verið rekinn úr húsi í fyrri leik liðanna.

Handbolti

Noregur og Sví­þjóð með stór­sigra

Noregur og Svíþjóð hófu HM í handbolta á stórsigrum er þau mættu Kasakstan og Úsbekistan á Spáni í dag. Þá vann Slóvenía góðan tíu marka sigur á Svartfjallalandi en fyrir fram var búist við jöfnum leik.

Handbolti

Kielce enn á toppnum þrátt fyrir tap

Íslendingaliðið frá Póllandi, Vive Kielce, þurfti að sætta sig við fimm marka tap er liðið heimsótti Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27, en Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Kielce.

Handbolti

Danir fóru illa með Túnis | Japan valtaði yfir Paragvæ

Þá er öllum sjö leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta lokið, en nú rétt í þessu lauk seinni þrem leikjum kvöldsins. Danir unnu 18 marka sigur gegn Túnis, Ungverjar tóku öll völd í seinni hálfleik gegn Slóvakíu og Japanir völtuðu yfir Paragvæ með 23 marka mun.

Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins enn taplausir í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu góðan fimm marka sigur gegn Bern, 32-27, er liðin mættust í svissnesku deildinni í handbolta í kvöld. Kadetten er því enn taplaust eftir13 umferðir í deildinni.

Handbolti

Viggó og Andri fjarlægjast fallsvæðið | Enn eitt tap Daníels og félaga

Af þeim þremur leikjum sem voru að klárast í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur þeirra. Viggó Kristjánsson var markahæsti maður Stuttgart er liðið vann fjögurra marka sigur gegn Minden, 35-31, og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum ellefta leik á tímabilinu gegn Leipzig, .

Handbolti

Fjórir öruggir sigrar á HM í handbolta

Nú rétt í þessu lauk fjórum leikjum á HM kvenna í handbolta. Leikirnir unnust allir nokkuð örugglega, en minnsti sigur kvöldsins var fimm marka sigur Brasilíu gegn Króatíu í G-riðli, 30-25.

Handbolti