Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 29. desember 2022 20:45 Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli.
Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41
Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36
Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26