Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 29. desember 2022 20:45 Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli.
Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41
Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36
Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26