„Ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 21:31 Ómar ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, var í kvöld valinn íþróttamaður ársins annað árið í röð af Samtökum íþróttafréttamanna. „Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45