„Niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:46 Þessir þrír eru betri en flestir og raunar allir ef marka má Handkastið. Vísir/Getty Images Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir HM í handbolta sem fram fer í janúar. Hvort menn hafi prjónað yfir sig í nýjasta þætti hlaðvarpsins verður að koma í ljós en þar var fullyrt að útilína Íslands, skytturnar tvær ásamt miðjumanni, væru besta útilína heims um þessar mundir. Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira