„Við höfum bara ekki í lent í öðru eins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. janúar 2023 15:31 Ísland Ísrael. Landslið karla vetur 2022 handbolti HSÍ. Vísir/Hulda Margrét Fordæmalaus eftirspurn hefur verið eftir landsliðstreyju Íslands í handbolta í aðdraganda komandi heimsmeistaramóts. Markaðsstjóri HSÍ segir treyjusöluna síðustu vikur vera á pari við síðustu 18 mánuðina á undan. Treyjan fór í sölu fyrir rúmum tveimur vikum síðan og segir Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðla- og markaðsfulltrúi HSÍ, að menn hafi pantað duglega inn af treyjum. „Við pöntuðum mjög ríflega inn og við höfum bara ekki í lent í öðru eins, það er uppselt í öllum stærðum nema XL og XXL kvenna,“ sagði Kjartan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég held að við séum, á síðustu vikum, búnir að selja nánast jafn mikið og á síðustu 18 mánuðum þar á undan,“ Hann segir ekki alla von úti fyrir þá sem eiga eftir að næla sér í treyju. Einhverjar verða til sölu í Svíþjóð þar sem íslenska liðið mun spila. „Við vorum sem betur fer búnir að panta sendingar sem koma til Kristianstad og Gautaborgar, þannig að það fólk sem er að fara út og hefur ekki náð sér í treyju hefur möguleika á því. Hugsanlega getum við sent eitthvað af því hingað heima til að jafna þann markað sem er hér líka,“ segir Kjartan. Vildi að fleiri treyjur hefðu verið pantaðar Kjartan segist óska þess að sambandið hefði pantað meira inn af treyjunni, en líkt og fram kemur að ofan var ekki búist við svo gríðarlegri aukningu á eftirspurn. „Þetta er bara miklu meira en við áttum von á,“ „Svona er bara því miður staðan með treyjurnar. Ég hefði svo gjarnan viljað hafa keypt tvær ársbirgðir, ég gerði það ekki,“ segir Kjartan. Nokkurrar biðar sé þá að vænta eftir næstu pöntun þar sem kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn hvað það varðar. Kjartan minnist á það í viðtali og fleira, en það má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland hefur keppni á HM er liðið mætir Portúgal á fimmtudaginn í næstu viku, þann 12. janúar. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum ytra um helgina. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Treyjan fór í sölu fyrir rúmum tveimur vikum síðan og segir Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðla- og markaðsfulltrúi HSÍ, að menn hafi pantað duglega inn af treyjum. „Við pöntuðum mjög ríflega inn og við höfum bara ekki í lent í öðru eins, það er uppselt í öllum stærðum nema XL og XXL kvenna,“ sagði Kjartan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég held að við séum, á síðustu vikum, búnir að selja nánast jafn mikið og á síðustu 18 mánuðum þar á undan,“ Hann segir ekki alla von úti fyrir þá sem eiga eftir að næla sér í treyju. Einhverjar verða til sölu í Svíþjóð þar sem íslenska liðið mun spila. „Við vorum sem betur fer búnir að panta sendingar sem koma til Kristianstad og Gautaborgar, þannig að það fólk sem er að fara út og hefur ekki náð sér í treyju hefur möguleika á því. Hugsanlega getum við sent eitthvað af því hingað heima til að jafna þann markað sem er hér líka,“ segir Kjartan. Vildi að fleiri treyjur hefðu verið pantaðar Kjartan segist óska þess að sambandið hefði pantað meira inn af treyjunni, en líkt og fram kemur að ofan var ekki búist við svo gríðarlegri aukningu á eftirspurn. „Þetta er bara miklu meira en við áttum von á,“ „Svona er bara því miður staðan með treyjurnar. Ég hefði svo gjarnan viljað hafa keypt tvær ársbirgðir, ég gerði það ekki,“ segir Kjartan. Nokkurrar biðar sé þá að vænta eftir næstu pöntun þar sem kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn hvað það varðar. Kjartan minnist á það í viðtali og fleira, en það má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland hefur keppni á HM er liðið mætir Portúgal á fimmtudaginn í næstu viku, þann 12. janúar. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum ytra um helgina.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira