Golf

Aron Snær fimm höggum á undan Haraldi Franklín

Aron Snær Júlíusson, úr GKG, er með fimm högga forystu á Golfbúðamótinu sem fer fram á Leirunni um helgina. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og er þetta mót númer tvö á keppnistímabilinu.

Golf

Ólafía á eitt högg fyrir lokahringinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einu höggi á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur er tveimur hringjum af þremur er lokið á Golfbúðarmótinu sem fer fram í Leirunni um helgina.

Golf

Gott gengi Ólafíu heldur áfram

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, heldur áfram að spila vel í byrjun íslenska golfsumarsins en hún leiðir með einu höggi eftir fyrsta hringinn á Golfbúðarmótinu sem fer fram á Suðurnesjunum um helgina.

Golf

Aron Snær leiðir óvænt í karlaflokki

Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er með tveggja högga forystu á Golfbúðarmótinu sem er annað mót keppnistímabilsins á stigamótaröð GSÍ.

Golf

Axel hafði betur á lokaholunni

Axel Bóasson bar sigur úr býtum á B59 Hotel mótinu í golfi sem fram fór á Akranesi um helgina. Mótið er hluti af golfmótaröð GSÍ og var um fyrsta mót ársins að ræða.

Golf

Guðrún Brá vann eftir sex holu bráðabana

Guðrún Brá Björgvinsdóttir fagnaði sigri á fyrsta golfmóti ársins hér á landi þegar hún hafði betur gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir sex holu bráðabana á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ.

Golf

McIlroy gagnrýnir Trump og vill ekki spila aftur við hann

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn.

Golf

Sterkasta golfmót allra tíma hér landi?

Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum.

Golf