Justin Thomas bar sigur úr býtum á Players-meistaramótinu í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 23:01 Justin Thomas með bikarinn fræga. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Justin Thomas gerði sér lítið fyrir og landaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina. Hann nýtti sér slæman lokahring Lee Westwood og stal sigrinum. Aðeins munaði einu höggi, Thomas á 14 undir pari en Westwood á 13 undir pari. Westwood var í forystu fyrir lokahring mótsins sem fram fór í dag. Hann hafði leikið einstaklega vel en fataðist flugið á síðasta hring. Westwood lék hring dagsins á pari sem gerði það að verkum að Thomas náði að tryggja sér sigurinn með því að spila á fjórum höggum undir pari í dag. Thomas landaði þar með ótrúlegum sigri en Westwood var með góða forystu fyrir lokahring mótsins. Westwood þurfti því að láta sér nægja annað sæti en í þriðja sæti voru þeir Brian Harman og Bryson DeChambeau á tólf höggum undir pari. What a weekend.What a Champion.pic.twitter.com/czVcy47XSj— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 14, 2021 Thomas var klökkur í viðtali að móti loknu en afi hans féll frá fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti talað við hann en ég veit að hann var að horfa,“ sagði Thomas með tárin í augunum í viðtali eftir að sigurinn var kominn í hús. Eins og áður sagði var sigur Thomas í dag ótrúlegur en aldrei hefur kylfingur unnið Players-mótið á jafn fáum höggum og Thomas gerði um helgina. Þá var hann að vinna sitt 14. mót á PGA-mótaröðinni. Thomas er fjórði kylfingurinn sem nær þeim áfanga fyrir 28 ára afmæli sitt. Hinir þrír eru Jack Nicklaus, Johnny Miler og Tiger Woods. Ekki amalegur félagsskapur það. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Westwood var í forystu fyrir lokahring mótsins sem fram fór í dag. Hann hafði leikið einstaklega vel en fataðist flugið á síðasta hring. Westwood lék hring dagsins á pari sem gerði það að verkum að Thomas náði að tryggja sér sigurinn með því að spila á fjórum höggum undir pari í dag. Thomas landaði þar með ótrúlegum sigri en Westwood var með góða forystu fyrir lokahring mótsins. Westwood þurfti því að láta sér nægja annað sæti en í þriðja sæti voru þeir Brian Harman og Bryson DeChambeau á tólf höggum undir pari. What a weekend.What a Champion.pic.twitter.com/czVcy47XSj— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 14, 2021 Thomas var klökkur í viðtali að móti loknu en afi hans féll frá fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti talað við hann en ég veit að hann var að horfa,“ sagði Thomas með tárin í augunum í viðtali eftir að sigurinn var kominn í hús. Eins og áður sagði var sigur Thomas í dag ótrúlegur en aldrei hefur kylfingur unnið Players-mótið á jafn fáum höggum og Thomas gerði um helgina. Þá var hann að vinna sitt 14. mót á PGA-mótaröðinni. Thomas er fjórði kylfingurinn sem nær þeim áfanga fyrir 28 ára afmæli sitt. Hinir þrír eru Jack Nicklaus, Johnny Miler og Tiger Woods. Ekki amalegur félagsskapur það.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira