Golfkastararnir hafa mikla trú á Justin Thomas á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2021 15:31 Besti árangur Justins Thomas á Masters er 4. sæti sem hann náði í fyrra. getty/Mike Ehrmann Strákarnir í Golfkastinu telja Justin Thomas líklegan til afreka á Masters-mótinu sem hefst í dag. Íslandsmeistararnir Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson halda úti Golfkastinu, hlaðvarpi um golf. Þeir tóku upp næstum því eins og hálfs tíma þátt í gær þar sem þeir ræddu um Masters sem hefst í dag. Masters er fyrsta risamót ársins af fjórum. Þeir Sigmundur og Þórður nefndu hvor um sig þrjá kylfinga sem þeir telja líklega til að vera ofarlega á Masters og keppast um það að klæðast græna jakkanum í lok móts á sunnudaginn. Nafn Thomas var á lista þeirra beggja. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA-meistaramótið 2017. „Justin Thomas, ég held mig við hann. Og þótt hann hafi ekki riðið feitum hesti frá síðasta risamóti ætla ég að henda Xander Schauffele þarna inn,“ sagði Þórður og kom svo með eitt óvænt nafn. „Það er ekki Tony Finau, og ég veit að þú ert alveg miður þín yfir því, þetta er góður vinur minn, hann Patrick Reed. Ef púttin hans eru ágæt og slátturinn jafn góður og hann hefur verið á hann alveg góða möguleika. Hann gæti alveg tekið þetta.“ Sigmundur kom svo með sína þrjá kylfinga og byggði það á útreikningum golftölfræðingsins Rich Hunt. „Ég er Justin Thomas-maður og eftir sigurinn hans um daginn verð ég að halda í hann,“ sagði Sigmundur. „Þótt hann hafi verið á tíu höggum yfir pari á par fjögur holunum síðast held ég að hann sé búinn að læra að stjórna lengdinni betur og ég segi að Bryson DeChambeu verði í topp þremur.“ Sigmundur velti því svo lengi fyrir sér hvort hann ætti að velja Jordan Spieth, sem vann síðasta PGA-mótið fyrir Masters, eða Rory McIlroy. Hann ákvað á endanum að henda þeim báðum út og velja Collin Morikawa sem vann PGA-meistaramótið í fyrra. Hlusta má á Golfkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um líklegustu sigurvegarana á Masters hefst á 52:00. Bein útsending frá fyrsta degi Masters hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19:00 í kvöld. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Íslandsmeistararnir Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson halda úti Golfkastinu, hlaðvarpi um golf. Þeir tóku upp næstum því eins og hálfs tíma þátt í gær þar sem þeir ræddu um Masters sem hefst í dag. Masters er fyrsta risamót ársins af fjórum. Þeir Sigmundur og Þórður nefndu hvor um sig þrjá kylfinga sem þeir telja líklega til að vera ofarlega á Masters og keppast um það að klæðast græna jakkanum í lok móts á sunnudaginn. Nafn Thomas var á lista þeirra beggja. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA-meistaramótið 2017. „Justin Thomas, ég held mig við hann. Og þótt hann hafi ekki riðið feitum hesti frá síðasta risamóti ætla ég að henda Xander Schauffele þarna inn,“ sagði Þórður og kom svo með eitt óvænt nafn. „Það er ekki Tony Finau, og ég veit að þú ert alveg miður þín yfir því, þetta er góður vinur minn, hann Patrick Reed. Ef púttin hans eru ágæt og slátturinn jafn góður og hann hefur verið á hann alveg góða möguleika. Hann gæti alveg tekið þetta.“ Sigmundur kom svo með sína þrjá kylfinga og byggði það á útreikningum golftölfræðingsins Rich Hunt. „Ég er Justin Thomas-maður og eftir sigurinn hans um daginn verð ég að halda í hann,“ sagði Sigmundur. „Þótt hann hafi verið á tíu höggum yfir pari á par fjögur holunum síðast held ég að hann sé búinn að læra að stjórna lengdinni betur og ég segi að Bryson DeChambeu verði í topp þremur.“ Sigmundur velti því svo lengi fyrir sér hvort hann ætti að velja Jordan Spieth, sem vann síðasta PGA-mótið fyrir Masters, eða Rory McIlroy. Hann ákvað á endanum að henda þeim báðum út og velja Collin Morikawa sem vann PGA-meistaramótið í fyrra. Hlusta má á Golfkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um líklegustu sigurvegarana á Masters hefst á 52:00. Bein útsending frá fyrsta degi Masters hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19:00 í kvöld. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira