Tiger vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 10:30 Tiger Woods er nú í endurhæfingu eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. getty/Mike Ehrmann Tiger Woods vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. Þá fannst tómt lyfjaglas í bílnum hans. Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira