Tiger vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 10:30 Tiger Woods er nú í endurhæfingu eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. getty/Mike Ehrmann Tiger Woods vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. Þá fannst tómt lyfjaglas í bílnum hans. Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira